Sjáðu hlutina í réttu ljósi með þolinmæði

Sjáðu hlutina í réttu ljósi með þolinmæði

Vertu þolinmóð og gefðu hlutunum tíma.  Þannig manstu betur – þegar á reynir – hvers vegna þú ákvaðst upphaflega að byrja!

Það verður líka auðveldara að sjá hlutina í réttu ljósi og átta sig á því að þetta er ekki spurning um líf eða dauða, heldur aðeins fyrirstaða sem hægt er að komast yfir.

Án  þolinmæði verður sama fyrirstaða meiriháttar vandamál sem ræsir neyðarsendinn í höfðinu á þér.

Þolinmæðin kostar ekki neitt

Þolinmæðin kostar ekki neitt

Það koma lægðir í öllu, við vitum það.  Þessu fylgja vonbrigði, óþarfa læti og hár blóðþrýstingur.

Það koma tímar þar sem vinnan eða námið virðist ekki þess virði.

Haltu ró þinni þegar á reynir og haltu áfram.  Gleymdu ekki hvers vegna þú byrjaðir.

Oft felast stærstu mistökin í því að gefast upp.  Fyrirhöfnin að byrja á einhverju, að gera ráðstafanir og taka ákvörðun – það er mesta málið.

Eftir það er þetta spurning um úthald og seiglu.  Að gera meira af því sem vinnur með manni og minna af því sem gerir ógagn.

Því allt hefur afleiðingar, allt sem þú gerir…þú situr uppi með reikninginn.

En það er ekki víst að þú fáir hann strax.  Það sem þú velur að gera í dag hefur áhrif á morgundaginn.

Dagurinn í dag er afkvæmi gærdagsins í þessum skilningi.

Það getur því verið gott að rýna stöku sinnum í það hvað það er sem maður gerir frá degi til dags.  Og gera meira af því sem framkallar góða útkomu.  Því það er mjög auðvelt að fara í gegnum daginn af gömlum vana. Þægileg, en hættulegt.

Því það kostar mun minni orku að halda flugvél á lofti en að koma henni á loft.  Þess vegna er mun auðveldara að halda áfram að gera hlutina með gamla laginu en að tileinka sér nýja hluti, nýja hegðun, nýjan lífsstíl, nýtt sjónarhorn.

Hlutirnir taka tíma að síast inn. Veldu því vel hvað þú gerir.  Hegðunin verður að ávana hvort sem þú ert meðvituð um það eður ei.

En ef þú gefst auðveldlega upp muntu sífellt vera á byrjunarreit og það er mjög dýr og þreytandi staður að vera á.

Veldu þína vana.

Er óþolinmæðin þess virði eftir allt saman?

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.