Viltu minnka lesefni til prófs um 95%?

Aladdín er námskeið í námstækni

Stórt er spurt!  Er þetta virkilega hægt?  Þegar kemur að efnismiklu bóknámi, skiptir gríðarlegu máli að halda rétt á spilunum.  Það getur skipt sköpum hvernig lesið er, hvað er lesið og hversu oft.  Með réttum aðferðum máttu reikna með að minnka lesefni til prófs um 80-95%!En það þýðir ekki að þú þarft ekki að lesa!  Ef þú ert að hugsa um leiðir til að sleppa við að læra þá verður þú að leita annað.  Þú uppskerð eins og þú sáir svo varastu töfralausnirnar.  En þetta hljómar eins og töfralausn eða hvað?

Aladdín er heitið á námstæknivef Betra náms.  Aladdín byggir á samspili 3ja aðferða sem hver og ein er þaulreynd.  Galdurinn liggur í samspili þeirra þriggja.

Aladdín er fjarnámskeið sem þjálfar nemendur frá eldri bekkjum grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.  Námskeiðið hefur eitt markmið:  Að gera nemendum kleift að læra meira á skemmri tíma.

Eins og áður segii liggur áhersla námskeiðsins í þremur þáttum:

  1. Lesturinn: Hvernig er lesið og hvað er lesið.  Hvenær er komið nóg af lestri?
  2. Glósutæknin.  Kennd er einföld notkun hugarkorta sem hefur margsannað gildi sitt. Hvernig eru upplýsingar geymdar.
  3. Upprifjanir: Hvernig er rifjað upp fyrir próf.  Hvað er rifjað upp? Hversu oft og hvenær er komið nóg?

Námskeiðið gerir klárlega kröfur, hugmyndafræðin byggir á því að nemandinn læri jafnt og þétt yfir önnina.  Þetta er engin skyndilausn, því miður fyrir aðdáendur skyndilausna.

Ferlið þarf ekki að vera flókið og mun dýpka og auka skilning á því sem lesið er.  Mun minna er lesið en venjulega og jafnvel má sleppa próflestri, fara ólesin/n í próf.  Taktu eftir að ég sagði ólesin/n, ekki ólærð/ur.  Með því að sía lykilatriði úr efni með skipulögðum hætti má minnka efni til prófs um 80-90% að meðaltali, miðað við orðafjölda!

Þau 10-20% sem eftir sitja eru lykilatriði sem geymd eru á réttum stað í réttu samhengi.  Það gefur augaleið að mestur undirbúningstími fyrir próf liggur í lestri.  Við köllum það sérstöku nafni, próflestur.  En hvers vegna að lesa allt aftur sem við erum búin að lesa áður?  Vegna þess að við getum ekki munað svo mikið svo lengi.

Þessu má breyta, þetta þarf ekki að vera svona.

Aladdín námstækninámskeiðið hentar þeim einkar vel sem eiga erfitt með lestur og muna illa það sem þeir lesa.  Streita fyrir próf minnkar.  Námskeiðið er ekki samansafn heilræða (s.s. að fara snemma að sofa, borða hollan mat o.s.frv), þótt þau eigi ávallt við.

Námskeiðið samanstendur af nokkrum lykilatriðum sem saman mynda eina heild.  Eins og Lasagna.   Lag fyrir lag er námsefnið sneitt niður.  Eins og ostur.
Ef þú fylgir þeim eftir, mun námsgeta þín líklega taka stakkaskiptum og þú lítur bóknám öðrum augum.

En ef þú nýtir þér ekki upplýsingarnar, og gerir ekkert við þær, þá mun heldur ekkert breytast hjá þér. Ef þú vilt breyta aðstæðum þínum þá þarftu að byrja á því að breyta sjálfum/sjálfri þér.  Þá muntu sjá umhverfi þitt í öðru ljósi.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Aladdín nánar bendi ég þér á að skoða heimasíðu námskeiðsins, www.aladdin.betranam.is!

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!