Þú velur orsökina, en uppskerð afleiðingarnar

Þú velur orsökina, en uppskerð afleiðingarnar

Þetta kann að birtast sem ákveðin dómharka, og vil ég strax taka það fram að svo er alls ekki meiningin.  Okkur er líklega öllum hollt að hugsa um hvað við gerum og segjum. En það er auðveldara að beina athyglinni að náunganum, hvað hann gerir og segir, hvernig hann lifir lífinu.

Það er fátt auðveldara en að kenna öðrum eða ytri aðstæðum um aðstæður okkar.  Ef ég fell í prófi þá var prófið þungt.  Kennarinn er slakur. Allt er dýrt. Launin svo lág. Það er ekki alltaf auðvelt að líta í eigin barm og sætta sig við að líklega ber maður mesta ábyrgð á eigin stöðu, en ekki aðrir.

Við göngum jafnvel svo langt að kenna uppeldinu um, ómögulegum foreldrum.  Vissulega hafa aðrir mikil áhrif okkur.  Vinahópur hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem er að mótast.  Hvort félagsskapurinn er góður eða slæmur getur haft langvarandi áhrif á einstaklinginn.

Einhver sagði að staða okkar eftir 5 ár ráðist af bókunum sem við lesum og fólkinu sem við umgöngumst þangað til.

En þótt aðrir hafi áhrif á okkur þá tökum við ákvarðanirnar sjálf.  Hegðun okkar er örsökin.  Með hegðun okkar veljum við afleiðingarnar. Og hegðun okkar ræðst af hugsunum okkar.  Sjálfsvirðing skiptir miklu máli, hvaða kröfur gerir þú til þín?  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Gekk það eftir? Hvers vegna ekki?

Það er ástæða fyrir því að einhver varð flugmaður eða læknir.  Ekki tilviljun. Vinna og ásetningur skiluðu þessum einstaklingum þeim sem þeir sóttust eftir.
Það er ástæða fyrir því að einhver varð afreksíþróttamaður.  Komst á Ólympíuleika.  Ekki tilviljun.

Það er ástæða fyrir því að sumir ná lengra en aðrir.

Flugmaður eða farþegi?

Flugmaður eða farþegi?

Spurðu þá sem náðu langt eða hafa látið drauma sína rætast.  Þeir eru líklegir til að segja að vinna, áhugi og elja hafi skilað þeim því sem þeir sóttust eftir.  Spurðu þá sem eiga brostna drauma, gerðu  ekkert af því sem þeir ætluðu sér.  Þeir eru líklegir til að kenna ytri aðstæðum um, atburðum  sem þeir ekki fengu við ráðið.

Á móti kemur að það fæstir stefna að stórsigrum í lífinu.  Flestir sætta sig við venjulegt, þægilegt og öruggt líf.  Og það er í fínu lagi.  Þetta snýst ekki um að eitt starf eða hlutverk sé betra eða fínna en annað. Heldur hitt að hver og einn átti sig á því sem hann langar til að gera.  Aðeins þannig mun það verða að veruleika.  Lífsgæðin eru einfaldlega meiri þegar einstaklingurinn gerir það frá degi til dags sem hann hefur ánægju af.

Allt hefur afleiðingar

Líttu í kringum þig og þú sérð afleiðingar hugsana þinna.  Hlutirnir á borðinu, húsgögnin og svo mætti lengi telja.  Umhverfi okkar lýsir að miklu leyti hugsunarhætti okkar.  Hvernig gengur námið? Vel eða illa? Hvað hefur þú sem orsakar gott gengi? Slakt gengi?

Við gætum sjálfsagt náð settu marki mun oftar og mun fyrr ef við einbeittum okkur að því sem að okkur snýr (orsök) í stað þess að einblína á fyrirstöðurnar í umhverfi okkar (afleiðingar).

Langar þig að læra eitthvað nýtt, fara í nám, eða skipta um starfsvetfang?  Hvað stoppar þig?

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!