Þú hefur nægan tíma – því tímaskortur er ekki til

Þú hefur nægan tíma – því tímaskortur er ekki til

“Ég hef ekki tíma”.  Mikið ósköp er þetta þægilegt skálkaskjól þegar kemur að því að útskýra hvers vegna maður kom ekki einhverju sjálfsögðu í verk.  En hvað ef “tímaskortur” er ekki til? Hvaða afsökun höfum við þá? Nefnilega enga – og hér er ástæðan!

Við höfum öll jafn mikinn tíma.  Það eru 24 klukkustundir í sólarhringnum hjá okkur öllum.  Við afköstum hins vegar mis miklu.  Og þegar þú getur ekki gert eitthvað, hvað er þá betra en gamli góði fyrirslátturinn; “ég hafði ekki tíma”?

  • “Ég hafði ekki tíma til að læra”
  • “Ég hef ekki tíma til að hreyfa mig meira”
  • “Ef ég bara hefði fleiri en 24 tíma í sólarhringnum, þá myndi ég…”
Tíminn er afstæður - ólíkt forgangi.

Tíminn er afstæður – ólíkt forgangi.

Gettu hvað?  Ef 24 tímar er ekki nóg fyrir þig þá hefur þú líklega ekki við meira að gera.  Því þú þarft fyrst að ráða við litlu hlutina svo þú getir stjórnað stóru hlutunum.

Ástæða þess að við “höfum ekki tíma” er sú að við höfum ekki ákveðið að koma því í verk sem þarf að gera.

Við gerum nefnilega alltaf það sem við ákveðum að gera – og við ákveðum oftast að gera það sem okkur langar til að gera.  Skoðum þetta nánar:

  • Sumar rannsóknir hafa sýnt að meðalfjöld SMS-skeyta hjá unglingum (Bandaríkin) sé yfir 3000 skeyti í mánuði!
  • Meðal jóninn horfir á sjónvarp í rúmlega 30 klst á viku (þetta slær upp í heila vinnuviku)
  • Mánaðarleg notkun á Netinu (2010) er milli 30 og 40 klst á mánuði (comScore Media Metrix)

Það hlýtur að skjóta skökku við að sami aðili og segist ekki hafa tíma til að stunda hreyfingu, áhugamál, lesa eða læra…hefur tíma til að fylgjast með öllum fréttum, athuga tölvupóst 50 sinnum á dag, kíkja á Facebook  10 sinnum á dag, fylgjast með sjónvarpsþáttaseríum og horfa á nokkrar bíómyndir í viku.

Magnús Scheving fylgist líklega lítið með "American Idol"

Magnús Scheving fylgist líklega lítið með “American Idol”

Bill Gates, Barack Obama og Magnús Scheving hafa 24 tíma í sólarhringnum, alveg eins og við hin.  “En þeir hafa fullt af aðstoðarfólki” hugsar þú líklega.  Það kann að vera, þannig “útiloka” þeir ákveðna hluti svo þeir geti ráðstafað tíma sínum í það sem þeir telja mikilvægara.  En ég get líka lofað þér því að þeir liggja ekki yfir “Bráðavaktinni” eða “Biggest Loser” kvöld eftir kvöld.  Hvað þá Facebook.

Á endanum snýst þetta ekki um tímaskort – heldur forgang

Ef þú hefur ekki tíma fyrir eitthvað, þá hefur þú einfaldlega ekki sett það í forgang.  M.ö.o., þú hefur sett aðra hluti í hærri forgang (sjónvarp, facebook osfrv.,).  Sá sem hefur ekki tíma til að læra eða hreyfa sig (svo dæmi sé tekið), en veit á sama tíma allt um það hver datt síðast úr “The Master Chief” eða “The biggest loser” glímir ekki við tímaskort – heldur slaka forgangsröðun.

Næst þegar þér finnst að þig skorti tíma – athugaðu hvort þú getir ekki tekið eitthvað til í dagskránni þinni (útilokað eða fært til) og tryggt þannig að þú komir þeim hlutum í verk sem skipta þig máli.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!