Þú hefur líklega margoft reynt að venja þig af einhverju – En vissir þú að ávanar eru okkur lífsnauðsynlegir?

Þú hefur líklega margoft reynt að venja þig af einhverju – En vissir þú að ávanar eru okkur lífsnauðsynlegir?

Áramótaheit fela oftar en ekki í sér þá ósk að leggja niður ósiði, s.s. reykingar og óhollt mataræði. Eða þá að taka um nýja og góða siði, meiri hreyfing o.s.frv.  En vissir þú að ávanar eru oftar en ekki ástæða þess að við virkum jafnvel og raun ber vitni?Líkja má undirvitundinni við sjálfstýringu. Allt sem við lærum vel og framkvæmum nógu oft verður okkur nánast eðlislægt á endanum. Jafnvel flóknustu hlutir verða leikur einn með æfingunni. Að ganga, hlaupa, synda og hjóla. Allt þetta gerir þú án þess að hugsa um það.

Undirvitundin er um 90% hugsana okkar

Undirvitundin er um 90% hugsana okkar

Almennt er talið að um (eða yfir) 90% hugsana okkar séu ómeðvitaðar, þ.e. hluti af undirvitundinn.  Það skilur aðeins eftir um 10% fyrir vitund okkar.  Þ.e. sá hluti hugsana okkar sem fyllir vitund okkar svo við verðum vör við.

Þegar við náum svo góðum tökum á einhverju að við þurfum ekki lengur að hugsa, þá getum við framkvæmt það á sjálfstýringu. Undirvitundin tekur yfir svo vitundin getur hugsað um annað.  Flestir lesa t.d. á sjálfstýringu.  Þú þarf líklega ekkert að “gera” til að lesa.  En byrjandi þarf að vanda sig, lestur útheimtir orku og hann þreytist því fljótt.

Ávinningurinn af þessu er stórkostlegur. Ímyndaðu þér ef þú þyrftir að læra aftur á bíl í hvert sinn sem þú kæmir úr fríi. Tilfellið er að þegar undirvitundin gerir eitthvað þá verður þú (vitanlega) ekki vör við það. Verðlaunin? Þú þarft ekki að hugsa. Eða getur hugsað um eitthvað annað á meðan. Heilinn sparar orku.

Heilinn þarf súrefni og orku (kolvetni) og þegar við gerum eitthvað sem krefst mikillar einbeitingar þá finnum við þegar einbeitingin fjarar úr. Þetta er mjög orkuríkt athæfi, að einbeita sér. Nemendur byrgja sig gjarnan upp af sætindum fyrir náms- og lestrarlotur. Þeir finna (oft án þess að verða varir við það þó) að heilinn kallar á orku.

Ávani gerir okkur semsagt að framkvæma eitthvað á sjálfstýringu, og spara þannig orkuna fyrir eitthvað annað. Áður fyrr hefur þetta skipt afar miklu, t.d. þegar minna var um fæðu og erfiðara var að komast af.

Auk þess gerir ávaninn okkur kleift að beina athyglinni að öðru og læra þannig nýja hluti, sem fara á sjálfstýringu hægt og rólega.  Lykillinn að velgengninni í þessu samhengi amk. er því að æfa sig. Að gefast ekki upp. Að sýna seiglu. Æfingin skapar meistarann. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Gættu þig þess vegna á að gefast ekki upp of fljótt, næst þegar þú tekur þér eitthvað nýtt fyrir hendur. Góðir hlutir gerast hægt.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!