STÆ 102 – Þarft þú aðstoð með algebruna?

STÆ 102 – Þarft þú aðstoð með algebruna?

Nú borgar sig að fylgjast með!  Er þitt barn á leið í framhaldsskóla næsta haust?  Ef stærðfræðin hefur verið veikur þáttur – sérstaklega algebran – þá eru hér góðar fréttir.  Á morgun hefst skráning í lokaðan aðhaldshóp sem fylgt verður eftir með vikulegum tímum í STÆ 102 alla önnina.

algebraEn það eru takmörk.  Við gerum einungis ráð fyrir 5-6 nemendum í hópinn og samanstendur námskeiðið af 12 klukkustundum af hágæðakennslu þar sem algebrunni verður gerð góð skil.

Kennarinn er þaulreyndur stærðfræðikennari, Halldór Þorsteinsson.

Semsagt, 12 vikur, 12 skipti, 5-6 nemendur.

Markmið er að þjónusta þann hóp sem hefur átt erfitt uppdráttar í stærðfræðinni, dregst auðveldlega aftur úr og lendir því í vandræðum með heimavinnu, kannanir og síðast en ekki síst,lokaprófið.

Með vikulegum tímum er farið vel í tiltekið efni hverju sinni og nemandanum þannig gert auðveldara með að fylgja kennsluhraða skólans og fá þannig meira út úr náminu.

Líkur á brottfalli minnka auk þess sem spenna og kvíði gagnvart STÆ 102 minnkar vonandi líka.

Skráningin verður kynnt hér á síðunni þegar opnað verður fyrir hana.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.