Orsakar skortur á áhugahvöt ofvirkni (ADHD)?

Orsakar skortur á áhugahvöt ofvirkni (ADHD)?

Bandarísk rannsókn frá árinu 2009 bendir til þess að skortur á áhuga geti orsakað einkenni ADHD.  Skortur á dópamíni (stundum kallað “gleðihormón”) valdi því að einstaklingurinn missir áhugann og þar með athyglina.  Þetta sé nokkuð sem skólakerfið þurfi að taka til greina.

Dr. Nora D. Volkow segir að ADHD sé um of tengt skorti á athygli og því hafi athygli manna e.t.v beinst um of að þeim þætti.

ADD - Áhugaskortur?

ADD – Áhugaskortur?

Það merkilega sé að ofvirknieinkennin séu líklega tilkomin vegna skorts á áhuga.  Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að börn með athyglisbrest/ofvirkni bregðist ekki eins við umbunum, þ.e. að sá hluti heilans sem stýrir áhugahvöt stjórnist síður af “verðlaunum”.

Dópamín stjórnar áhuga okkar og þú hefur oft fundið fyrir áhrifum þess,  án þess að átta þig á hve skjótvirk áhrif dópamíns eru.

Þú kannast líklega við að sjá eitthvað sem vekur áhuga þinn, svo þú deildir því umsvifalaust með þeim sem standa þér næstir.  Þú finnur fyrir spennunni þegar þú segir frá því sem þú sást.

En hvað gerist þegar einstaklingurinn sem er með þér segir bara “Ha?” og virðist ekki taka eftir því sem þú segir?
Þú endurtekur aftur það sem þú sagðir en í þetta skiptið með minni neista í röddinni.

Nú endurtekur hlustandinn þetta sama “Ha?”.

Skyndilega finnur þú hvernig pirringurinn rýkur upp.  Áhuginn á að endurtaka það sem þú ætlaðir að segja eina ferðina enn, er enginn.

“Skiptir ekki máli!” segir þú og strunsar út.

Þetta er dópamínið að verkum.  Við skiptum skapi á undrastuttum tíma þegar við fáum ekki á endurgjöf sem við reiknum með og finnst við eiga skilið.

Áhugahvötin er fallin um nokkrar hæðir á augnabliki.

Við þurfum rétt viðfangsefni, hæfilega krefjandi, á réttum tíma.

Verkefni sem reynast okkur of þung orsaka kvíða og vanmáttarkennd.

Verkefni sem eru of létt orsaka leiða.

Hvernig mögulegt er að halda hópi ólíkra nemenda við tiltekið efni á tilteknum tíma getur aldrei gagnast nema hluta hópsins að fullur.

Það segir sig sjálft að a.m.k. hluti hópsins gímir við vanmáttarkennd og hluti hópsins við leiða.  Það þarf úrvalskennara til að gæta þess að hver fái áskoranir við hæfi.

Áskoranir sem örva áhugahvöt og auka sjálfstraust.  En ekki öfugt.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.