Fáar bækur hafa breytt lífi jafn margra og ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ HUGSAR eftir James Allen, en hún olli straumhvörfum þegar hún kom út árið 1903. Í tilefni af útkomu hljóðbókarinnar, sem er snilldarlega lesin af Agli Ólafssyni, býður Betra nám öllum sem skrá sig fyrir 10. janúar nk. hljóðbókina ókeypis til niðurhals!
Ókeypis hljóðbók!
Efni bókarinnar eldist ótrúlega vel og á fullt erindi til fólks, ekki síst núna þegar svo margt glepur.
Ef þú átt fullt í fangi með að halda einbeitingu í gegnum daginn, finnst áreitið stöðugt og þú standa kyrr í sömu sporunum mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þá er þetta bók fyrir þig.
Þetta er engin skyndilausn, efni bókarinnar er djúpt og skynsamlegt er að hlusta aftur og aftur. Því hugsun birtist í hegðun og hegðun verður að vana, eins og segir í bókinni. Þetta er eigulegur gripur!
Mark Victor Hansen, höfundur Chicken Soup metsölubókanna, sagði um bókina:
“Ég hef lesið hana a.m.k. 25 sinnum”
Hljóðbókin er tekin upp hjá Saga Studio af einum besta lesara þjóðarinnar sem vart þarf að kynna, Agli Ólafssyni. Hljóðbókin er á MP3 sniði og þú getur því hlustað á hana í öllum tegundum tækja, s.s. fartölvu, spjaldtölvu eða síma (Windows, Android, Apple).
Allir sem skrá sig fyrir 9. janúar nk. fá sendan tölvupóst föstudaginn 10. janúar með upplýsingum um hvar sækja skal hljóðbókina.
ATH: Niðurhalið er virkt aðeins þennan eina dag (hljóðbókin er söluvara og kostar kr. 2990)!
Með þessu vil ég þakka þér fyrir samfylgdina á árinu og óska þér og þínum gleðilegs árs!
Smelltu hér til að skrá þig núna:
http://betranam.is/blog/nyarsgjof