Flestir halda að aukinn lestrarhraði skili sér með einföldum og augljósum hætti: Í auknum lestrarhraða, þ.e. styttri tími fer í lestur. Vissulega er það rétt, en ávinningurinn er líka annar, og síst minni.Meðalhraði er um 200-300 orð á mínútu. Börn lesa að sjálfsögðu hægar. Flestir sem lesa hægt glíma við eitt STÓRT vandamál; þeim gengur illa að muna það sem þeir lesa.
Hugurinn reikar mun meira þegar við gerum eitthvað hægt en þegar við gerum það á hraða, í flæði, á sjálfstýringu.
Ímyndaðu þér hvernig væri að vera á tónleikum þar sem hljómsveitin væri stöðugt að stoppa og stilla hljóðfærin, myndi það ekki skemma upplifunina? Fyndnasti farsi í leikhúsi er auðveldlega eyðilagður ef leikstjórinn væri stöðugt á sviðinu að stoppa leikarana af og segja þeim að byrja aftur.
Hik og stopp brýtur niður flæði
Setning myndar heild sem þarf að flæða frá A-Ö. Ef lesturinn flæðir ekki, t.d. vegna þess að við lesum of hægt, þurfum að bakka og byrja aftur eða ruglumst títt, þá “brotnar” flæðið og við náum ekki samhenginu.
Hraðlestur snýst ekki bara um að lesa leifturhratt, heldur getur það skipt sköpum fyrir hæglæsan einstakling að ná flæði. Að lesa setningar, ekki bara orð.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.