Hoppar þú yfir orð? Ferðu línuvillt? Ekki nema furða.

Hoppar þú yfir orð? Ferðu línuvillt? Ekki nema furða.

Að fara línuvillt og sleppa orðum er algengt umkvörtunarefni.  Lestur krefst þess að við hreyfum augun frá vinstri til hægri.  Hér eru 2 mögulegar skýringar á þessu leiðinlega fyrirbæri, línuhoppi.Það eru ekki bara lesblindir sem sleppa orðum.  Augnhreyfingar okkar eru sérhannaðar af náttúrunnar hendi til að:

  1. Skima umhverfið eldsnöggt fyrir hættum.
  2. Fylgja eftir föstum punkti, t.d. bráð eða ógn.

snake-in-the-grass-1-03Svo einfalt er það.  Athugaðu að hreyfa augun skipulega, orð fyrir orð, frá vinstri til hægri, línu fyrir línu…er ekki á þessum lista.  Almættið sá það líklega ekki fyrir, og ekki náttúran heldur.

Veiðimaður lítur til himins.  Hann skimar loftið og jaðarsjónin skynjar hreyfingu.  Hann sér fugl og einblínir á fuglinn og fylgir eftir hverri hreyfingu.   Hann dregur upp bogann…

Á heimleið heyrir hann þrusk fyrir aftan sig.  Eldsnöggt lítur hann við og skimar grasið.  Hann sér snák og nær með snarræði að bjarga sér.

Í hvorugu tilfellinu hefði þriðja augnhreyfingin (vinstri til hægri, línu fyrir línu) orðið að gagni.  Líklega þveröfugt.  Hefði veiðimaðurinn litið til himins og skimað sjónsviðið línulega niður í grasið þá hefði það orðið of seint.  Snákurinn hefði orðið fyrri til.

Í náttúrulegu umhverfi eru líklega engin not fyrir þá augnhreyfingu sem mæðir hvað mest á í lestri.  Er nema von að það sé algengt að hoppa yfir orð og línur?

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!