Sólmyrkvi er málið – þá skal allt gerast!

Sólmyrkvi er málið – þá skal allt gerast!

Það er aldrei góður tími.  Það ýmist of mikið að gera eða of lítið.  Ertu búin að að gefa alla gömlu draumana upp á bátinn?  Nú er frábær tími til að byrja.

Tíminn flýgur.   Væri ekki gaman að koma a.m.k. nokkrum hlutum í framkvæmd sem þið hefur lengi dreymt um?  Hvers vegna að bíða lengur þegar þú veist það innst inni að tíminn verður ekkert betri en einmitt núna.  Hefur þú einhvern tíman velt því fyrir þér að…

  • Læra eitthvað nýtt (s.s. tungumál eða fara í nám)?
  • Skoða framandi staði?
  • Skipta um starfsvettvang?

…en aldrei komið því í kring?

Sólmyrkvi er sjaldgæft fyrirbæri

Sólmyrkvi er sjaldgæft fyrirbæri

Ég hef hitt ótrúlega marga á miðjum aldrei sem ætluðu bara að taka sér smá pásu frá námi, en “gleymdu” sér svo í barnauppeldi og vinnu.  Í 20 ár!  Lengi vel hugsar þú e.t.v. sem svo að það sé nægur tími en það kann svo að renna upp fyrir þér einn góðan veðurdag að þessi “einhver” dagur er ekkert á leiðinni.

Frestunarárátta, ótti og almennar afsakanir eru helstu ástæður þess að við komum – oft einföldum – hlutum ekki í verk.  Það þarf ákveðinn kjark til að leggja af stað.  Hvort sem þú ákveður að hefja nám eða skoða framandi slóðir þá þarf kjark og áræðni til að slíta sig frá hversdagslegum hlutum.

Ein algengasta afsökunin (sjálfsblekkingin) er sú að það sé  ekki góður tími núna.  En mundu að ef þú ætlar að bíða eftir því að öll ljósin verði græn – áður en þú leggur af stað – þá muntu aldrei komast neitt!

Ef þú hefur ekki ennþá komið einhverju í verk sem þig hefur lengi dreymt um, þá er líklegasta ástæðan sú að þú hefur ekki ákveðið að koma því í verk…ennþá.

Aðstæðurnar verða aldrei fullkomnar.  Þú þarft bara að byrja, og restin kemur að sjálfu sér.  Ef planið er að bíða eftir því að pláneturnar stilli sér upp í línu svo þú getir lagt af stað, þá máttu bíða lengi.

Ef þú hefur einhvern tíman ætlað að breyta til, fara eitthvað, gera eitthvað, læra eitthvað – en ert ekki búin að því nú þegar….þá mun það líklega ekki gerast nema þú takir meðvitaða ákvörðun NÚNA og gerir ráðstafanir.

Varðandi nám þá er úr ótrúlega mörgu að velja og þótt þú sért ekki með stúdentspróf þá standa þér allar dyr opnar – ef þú vilt.

Er ekki kominn tími til að setjast niður og spyrja sig, hvað það er sem þú virkilega vilt gera? Ef þú veist það ekki, hver veit það þá? Fljúga dagar, vikur og mánuðir fram hjá þér eins og í bíómynd sem einhver annar leikstýrir?  Þú getur skrifað eigið handrit og þú þarft að halda vel um pennann, því annars skrifar það bara einhver annar.

Þú þarft að gera þín eigin plön, því annars keyrir þú áfram á annarra plönum – og það er ekki víst að þeir hafi gert ráð fyrir þér í sínum áætlunum.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!