Í vikunni opnaði Betra nám enn eina nýjungina á sviði fjarnámskeiða sinna – Heimalestur. Þetta námskeið nýtur mikillar sérstöðu enda sniðið að þörfum foreldra lesblindra barna og líklega er leitun að meiri upplýsingabrunni fyrir foreldra. Skoðaðu kynningarmyndbandið sem fylgir.Fæstir foreldra, og allt of margir kennara því miður, þekkja einkenni lesblindu svo vel sé. Þaðan af síður hvers konar úrræði kunna að henta best. Af ýmsum sökum er börn sjaldnast greind fyrr en í 4. bekk þótt lestrarvandinn sé öllum orðinn löngu ljós þá.
Hugsanlega er greint svona seint til þess að sjá betur hvaða börn “taki við sér” og þurfi síður á greiningu að halda, eftir 4 ár í skóla. Lesblindugreiningar eru alls ekki ókeypis þótt foreldrarnir greiði ekki fyrir þær. Greining utan skóla getur hlaupið á tugum þúsunda, allt frá 30 upp í 70.000 krónur.
Það getur því skipt sköpum fyrir foreldra að þekkja betur einkennin og möguleg úrræði við lestrarörðugleikum og lesblindu. Hvort sem barnið greinist með lesblindu eða ekki, þá kann námskeiðið Heimalestur að skipta sköpum.
Allt of margir foreldrar upplifa það að þrátt fyrir góðan vilja innan skólans þá eru einfaldlega of mörg ljón í veginum. Tímaskortur, fjármagnsskortur innan skólans, skortur á sérkennurum (sérstaklega á landsbyggðinni) o.m.fl. hefur áhrif á það hvort þitt barn fær þann stuðning sem það þarf.
Hvort sem manni líkar betur eða verr, þá hverfur lestrarvandinn ekki af sjálfu sér og foreldrar sitja eftir með hitann og þungann af lestrarvandanum. Eftir situr að barnið fær hugsanlega ekki þá hjálp sem nauðsynleg er.
Ég heyri aftur og ítrekað frá foreldrum að einn veturinn gangi allt að óskum, barnið fékk góðan umsjónarkennara og vel var haldið á málum innan skólans. En þetta er brothætt. Það þarf ekki annað til en að barnið fá annan kennara, sérkennsla sé skorin niður, önnur börn þurfi á meiri hjálp að halda, og svo mætti lengi telja.
Gættu þess að lenda ekki í þeirri stöðu að þurfa að stóla um of á þjónustu sem þú hefur ekki stjórn á. Þú vilt líklega ekki að framtíðarhorfur barnsins þíns stjórnist um of af því hvernig vindar blása innan skólakerfisins.
Eftir stendur að því betur sem þú – foreldrið sjálft – stendur að vígi, því betur er komið fyrir þínu barni.
Af þessum og fjölmörgum öðrum ástæðum ákvað ég að búa til námskeiðið Heimalestur. Svo foreldrar – hvort sem þeir búa í Reykjavík, Raufarhöfn eða Noregi – geti komið sínu barni til hjálpar án þess að kostnaður við sérfræðiráðgjöf gangi þeim of nærri.
Til að styðja sem best við bakið á foreldrum fylgir persónulegur aðgangur að mér með áskrift að námskeiðinu. Þannig getur þú sem notandi sent mér tölvupóst um hvaðeina sem snýr að þinni stöðu, en auk þess fylgir 30 mínútna símaráðgjöf á mánuði.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.