Er athyglisbrestur eðlilegt ástand? Ertu fiðrildi?

Er athyglisbrestur eðlilegt ástand? Ertu fiðrildi?

Er athyglisbrestur meðfæddur eða áunninn? Er þessi “eiginleiki” nauðsynlegur til að komast af í kröfuhörðu umhverfi eða bara til vansa? Sitt sýnist hverjum – en hvað finnst þér?Rannsóknum á heilanum hefur fleygt fram á síðustu árum. Eitt af því sem varpað hefur ljósi á virkni heilans er mæling á tíðni heilabylgja. Heilinn starfar ekki alltaf á sömu tíðni eða bylgju. Það fer eftir hugarástandi og/eða viðfangsefnum á hvaða tíðni við erum. Þessar heilabylgjur er kallaðar Alpha, Beta, Theta og Delta.

Með því að tengja einstakling við heilaskanna má sjá á hvaða tíðni hann er, og t.d. er Beta tíðni sú tíðni sem við erum á þegar við erum einbeitt. Þar af leiðandi er Beta tíðni sú tíðni sem við ættum að vera á þegar við þurfum að einbeita okkur. En það er ekki alltaf svo auðvelt.

Michael og Lynda Thompson, höfundar bókarinnar „the ADD book“, skipta börnum sem greinast með athyglisbrest í 3 hópa.

Fiðrildin (e. Free Spirit ADD)

Þessi börn eru EKKI með athyglisbrest. Þetta eru greind, orkurík börn, sem hugsa, haga sér og læra með öðrum hætti en flest önnur börn. Þau eiga kannski úrvinda foreldra, eru áskorun fyrir kennarann, og jafnvel erfið í sínu nánasta umhverfi. Þeim gengur ekki vel í skóla því umhverfið verðlaunar nemendur fyrir að vera eins og gera eins (e. Sameness). Skólakerfið vanmetur gildi fjölbreytileikans. Þessi börn þurfa aðrar námsaðferðir, en þau þurfa alls ekki merkimiða.

Staðbundið ADD (e. Situational ADD)

Þessir krakkar eiga í erfiðleikum í vissu umhverfi. ADD hegðunin birtist á vissum stöðum í vissu áreiti. Erfiðleikarnir geta þá verið bundnir við skóla, heimili eða tómstundir. Áreitið sem þau þola ekki fær þau til að bregðast við með hegðun sem skilgreind er sem ADD. Þessir krakkar eru með athyglisbrest (ADD), en einkennin stafa af utanaðkomandi áreiti, eitthvað sem angrar þau, meiðir þau eða veldur þeim hugaræsingi af öðrum orsökum.

Taugasálfræðilegt ADD (Neurobiological ADD)

Þessi tegund er talin vera sú algengasta. Einstaklingurinn er með yfirgnæfandi Theta-bylgjur í vinstra heilahveli (sjá kort). Ef Theta bylgjur eru ráðandi þegar við sofum, þá er okkur að dreyma. Ef Theta bylgjur mælast í vöku, er um dagdrauma að ræða. Þetta ástand er vissulega eðlilegt í stutta stund í einu, en þegar það verður viðvarandi þá skapar það stór vandamál fyrir viðkomandi. Hann getur ekki einbeitt sér, er stöðugt upptekinn af eigin hugsunum og verður utanveltu í samtölum svo eitthvað sé nefnt. Hugarástandið skynvilla sem nefnt var í byrjun bókarinnar á við um þetta ástand.

Eðlilegt er að sveiflast á milli tíðnisviða.  En stundum erum við á tíðni sem hentar ekki aðstæðum hverju sinni. Hver hefur ekki upplifað að koma ekki dúr á auga jafnvel þótt klukkan sé orðin margt? Að geta ekki einbeitt sér þegar þörf er á? Og að fá ekki hugmyndir þegar þörf er á.

'Rock of Ages' premiere - LondonWill Smith, Jim Caray, Albert Einstein, Oprah, Whoopi Goldberg, Tom Cruise, Robin Williams og Walt Disney þekkja ADD/ADHD af eigin raun.

Þrátt fyrir erfiðleika framan af eiga þau það sameiginlegt að þakka athyglisbrestinum að miklu leyti velgengni sína.  Án ákveðni (þráhyggju?) hefðu þau gefist upp áður en árangurinn næði að skila sér.

Stjórnum við huganum eða stjórnar hann okkur?

Margir þjálfa þetta í gegnum slökun einhverskonar, íhugun eða jóga. Oft er slökunin klædd í annan búning, t.d. gönguferð, golf eða jafnvel skíði. Það getur nefnilega verið róandi að gera eitthvað á “sjálfstýringu”, að gera eitthvað sem maður kann mjög vel, s.s. að lesa eða prjóna.

BrainSync

En það eru ekki allir tilbúnir að íhuga árum saman til þess eins að ná betri tökum á einbeitingu.
BrainSync er áhugaverður kostur. BrainSync er þaulrannsökuð tækni sem byggir á því að nota hljóðbylgjur til að breyta heilabylgjum.

Öll vitum við að tónlist hefur áhrif á hugarástand. Tónlist getur verið róandi eða örvandi. BrainSync gengur lengra en hefðbundnir slökunardiskar, því Brainsync nær til undirvitundarinnar með undirliggjandi hljóðtíðni sem vitund okkar tekur ekki endilega eftir.

Heilinn aðlagar sig að hljóðtíðninni og þannig má framkalla eftirsóknarvert hugarástand hverju sinni. Það er t.d. mjög þægilegt að nota BrainSync við lærdóm.
Þegar þú þarft að sitja við, en finnst erfitt að finna ró og ert sífellt að gera e-ð annað þá er BrainSync afskaplega hjálplegt.

Þú þarft ekki að vera “gúrú” eða neitt slíkt til að njóta góðs af BrainSync.  BrainSync er fyrir venjulegt fólk sem vill hámarka afköst sín og/eða auka vellíðan. Möguleikarnir eru fjölmargir, slökun, betri svefn, dýpri svefn, flugþreyta, bætt einbeiting o.s.frv.

Betri einbeiting

Betri einbeiting

Skoðaðu úrval BrainSync titla með því að smella hér.  Þú getur hlustað á hljóðprufur og hægt er að kaupa BrainSync titlana bæði á geisladiskum (CD) eða til niðurhals (mp3).
wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!