Það er auðvelt að lesa orð sem þekkjum vel; höfum séð oft áður og skiljum. Hvers vegna lesa þá ekki allir vel? Hvers vegna eiga svo margir jafn erfitt með að lesa? Lærum við orð hraðar með sumum aðferðum en öðrum? Í tengslum við Léttlestrarnámskeiðið langar mig að koma inn á þennan punkt nákvæmlega. Margir foreldrar þekkja þá reynslu að barn þeirra les tiltekið orð með herkjum, og þrátt fyrir góðar útskýringar er sama orðið lesið aftur örfáum línum neðar. Hvernig má þetta vera? Hvers vegna man barnið ekki eftir orðinu?
Margar skýringar geta reyndar verið á þessu, margar má rekja til lesblindu:
- Barnið þekkir ekki útlit orðsins nægilega vel til að þekkja það aftur (óskýr orðmynd)
- Barnið var ekki að hlusta eða fylgjast með (skortur á úthaldi/áhuga/athygli)
- Barnið skilur ekki merkingu orðsins
Sum orð eru erfiðari en önnur
Þetta á einkum við um löng og framandi orð. Orð sem við skiljum ekki. Orð sem við sjáum ekki fyrir okkur. Sjónminni er almennt sterkara en hljóðminni. Við munum betur eftir því sem við sjáum en því sem við heyrum. Það getur skipt gríðarmiklu máli að geta “séð” fyrir sér merkingu orða. Við hugsum í myndum, við “horfum” á hugsanir okkar. Orð sem erfitt er að sjá í huganum er jafnan erfitt að skilja, einkum fyrir barn. Slík orð hafa huglæga merkingu og þarf gjarnan að setja í flóknara samhengi til að skilja. Slík orðið geta haft mismunandi merkingu í mismunandi samhengi.
Hvað þýðir t.d. orðið “á”? Hvað er það fyrsta sem þú hugsar um þegar þú sérð/heyrir orðið “hver”?
Flest börn eiga auðveldara með að læra sjónræna hluti en huglæga. Það á líka við um orð og merkingu þeirra. Ef barn getur ekki séð fyrir sér merkingu hugtaks þá festist það mun verr í minni en myndrænni hugtök. Börn ruglast ekki (oft) á “epli” og “appelsínum”. Til þess er munurinn of mikill. Útlit, áferð, litur, lykt og bragð. Allt hjálpast að við að aðgreina.
Sjálfur ruglast ég skammarlega oft á “jalapenó” og “ólífum”. Vissi að annað væri svart en hitt grænt. Þar með var munurinn upptalinn, í mínum huga. Uppgötvaði svo fyrir tilviljun að annað fyrirbærið er bæði til svart og grænt…af hverju sagði mér það enginn strax? Þetta var líka eitthvað skrýtið allan tímann 😉 En svona getur þetta verið. Einföldustu hlutir geta valdið óvissu og meðan sú óvissa varir þarf einstaklingurinn (barn eða fullorðinn) að eyða þeirri óvissu í hvert eitt og einasta sinn með tilheyrandi óöryggi og hökti.
Um hvað snýst léttlestrarnámskeiðið?
Léttlestrarnámskeið notar einfaldar en skilvirkar aðferðir til að hjálpa. Ég hef áður sagt og skrifað að þeir sem eiga erfitt með lestur eiga auðveldara með hægra-heilahvels áskoranir. Markmið námskeiðsins er öðru fremur að gera foreldrum kleift að þjálfa börn sín heima með aðferðum sem allir skilja. Léttlestrarklúbburinn er ekki bókaklúbbur.
Þetta eru nánast eingöngu orðaglærur þar sem markmiðið er að læra útlit og merkingu algengra orða
Því fleiri orð sem nemandinn þekkir skrifuð, því léttari mun honum reynast lesturinn. Markmiðið er að fjölga þeim orðum sem nemandinn þekkir hugsunarlaust, ósjálfrátt.
- Myndir eru nýttar til að auðvelda tengingu milli orðs og merkingar
- Myndir og bókstafir eru höfð í litum til að örva athygli og sjónminni
- Bókstafir eru hafðir með þrívíddar-blæ
- Æfingalotur eru mjög stuttar til að þreyta síður nemandann
- Betra er að endurtaka stuttar lotur, þá ruglast síður saman það sem verið er að læra
- Það er auðveldara að bæta við nýju efni þegar eldra efnið situr orðið fastar í minni
En af hverju svona?
Við vitum að eftirfarandi á við um minnið:
- Endurtekning getur verið nauðsynleg til að læra hluti
- Við munum best eftir 6-8 hlutum í einu (lengri raðir eða meira magn eru afar erfiðar)
- Athygli okkar endist gríðarlega stutt (10-30 mínútur)
- Við munum betur eftir litríkum hlutum en einlitum
- Við munum betur eftir þrívíðum formum en tvívíðum
- Jaðarsjónin er gríðarlega næm á hreyfingu og augun beinast ósjálfrátt að þeim stað
- Það er betra að æfa oft og stutt en lengi og sjaldan
Margt smátt getur haft áhrif. Þessar staðreyndir hafði ég m.a. í huga við framsetningu á orðaglærunum. Þetta er meginástæða þess að ég valdi Microsoft Powerpoint glærur sem sniðið fyrir æfingarnar. Með því að forrita glærurnar gat framsetning orðanna orðið með þeim hætti sem hér er lýst.
Fyrir hverja er léttlestrarklúbburinn?
Léttlestrarklúbburinn er hugsaður fyrir byrjendur í lestri (1. og 2. bekk).
Skráning í klúbbinn er öllum ókeypis og finnur þú nánari upplýsingar hér.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.