Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]

Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]

Sjáðu hvers vegna slakur hugtakaskilningur í stærðfræði getur reynst mjög afdrifaríkur þegar fram í sækir.

Ef stærðfræðinám á að geta gengið þokkalega fyrir sig þurfa þrír þættir að vera í nokkuð góðu lagi.  Það eru reyndar ekki allir sammála mér í þessu (Sumir vilja meina að vasareiknar bæti upp fyrsta hlutann) og það er í góðu lagi.

En við hljótum að vera sammála um að nemandi sem nær tökum á þessum þremur þáttum stendur betur að vígi en sá sem gerir það ekki.

  1. Hugarreikningur og grunnaðgerðir: Mikilvægt er að nemandinn geti lagt saman, margfaldað og deilt í huganum nokkuð auðveldlega [nánar].
  2. Hugtakaskilningur: Nemandinn þarf að skilja (geta “hugsað með”) hugtök eins og “námundun”, “nefnari”, “samnefnari”, “blandin tala” o.s.frv.
  3. Aðferðafræði: Nemandinn þarf að vita hvaða aðferða skal beita og hvernig.

Öll stærðfræðikennsla verður að taka mið af þessu.  Nemendur sem ekki ná tökum á fyrstu tveimur atriðunum munu fyrr eða síðar lenda í erfiðleikum með þriðja þáttinn, aðferðirnar.

Kennslumyndband: Samnefnari

student_ipadÞess vegna leggjum við mikla ástæðu á myndræna framsetningu efnis.  Almenn brot – Fjarnámskeið er einstakt að því leiti að nemandinn er leiddur skref fyrir skref í gegnum öll þrep almennra brota.

Meðal efnis eru myndbönd sem hafa það eina markmið að hjálpa nemandanum að skilja betur hugtök.  Heildarfjöldi myndbanda er rúmlega 300 svo það er ekkert slegið af hvað það varðar.

Hver einasta hugtak er útskýrt með þessum hætti, öll kennsla er sömleiðis myndræn og þannig verður allt efnið aðgengilegt nemandanum í gegnum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er.

Ertu í aðstöðu til að sýna barninu þínu myndbandið?  Endilega gerðu það og fylgstu með!

  • Skilur það það sem fram fer í myndbandinu
  • Heldur það athygli og fylgist með?
  • Man það um hvað myndbandið fjallaði?
  • Væri hjálplegt að geta nálgast slíkar útskýringar, kennslu og lausnir á þessu sniði?

Hvers vegna myndlaus hugtök eru varhugaverð

Hugtök sem erfitt er að sjá fyrir sér teljast myndlaus, og þau á heilinn einfaldlega erfitt með að festa í minni.

Flest stærðfræðihugtök eiga það sameiginlegt að vera myndlaus

Sem er líklega ástæðan fyrir því að þegar ég bið nemendur um að útskýra fyrir mér merkingu hugtaksins “Samnefnari” þá er oft lítið um svör.

Nemandi sem ekki getur tileinkað sér hugtakaforða námsefnis, mun alltaf eiga erfitt uppdráttar í efninu.

Hugtökin eru punktarnir sem tengja heildina saman.

Það er ekki nóg að kunna samlagningu og frádrátt ef þú skilur ekki einföld fyrirmæli eins og “námundaðu að tug”.

Námundun er í eðli sínu samlagning eða frádráttur, en það skiptir ekki máli ef þú skilur ekki fyrirmælin.  Sem foreldrar eða kennarar þurfum við því að vera meðvituð um gildi þess að skilja hugtök til hlítar.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.