Þú hefur líklega upplifað það einhvern tíman á námsferli þínum að hafa ætlað að læra stærðfræði heima, en ekki munað hvernig leysa skal tiltekið dæmi. Sumt virðist svo einfalt þegar maður sér annan gera það en svo flókið þegar maður á að gera það sjálfur. Væri ekki þægilegt, nú á tímum snjallsíma og spjaldtölva, að geta fundið kennslumyndband þegar maður þarf á því að halda…heima?
Við hönnun og þróun á fjarnámskeiðinu í almennum brotum lögðum við upp með að námskeiðið (umhverfið) væri spjaldtölvuvænt (e. mobile).
Að sjálfsögðu skiptir innihaldið miklu máli í námskeiði sem þessu (komum betur að því síðar), en tæknilega hliðin ekki síður.
Möguleikarnir eru endalausir og með meiri þægindum fyrir notendur þá eykst flækjustigið okkar megin.
iPad eða Android?
Stór hluti nemenda eyðir meiri tíma í símanum eða spjaldtölvunni en í hefðbundinni tölvu.
Við vildum að námskeiðið væri ekki einungis kennslutæki, heldur einnig hjálpartæki sem gerði nemandanum kleift að komast í kennsluefnið hvar og hvenær sem er.
Því er mikilvægt að námskeiðið virki vel, óháð því hvaða tæki og stýrikerfi er notað.
- iPad
- iPhone
- Android (Samsung, HTC…)
- Nokia (Windows)
- PC
- Apple
Kennslumyndbönd í háskerpu (HD)
Öll myndbönd eru tekin upp í háskerpu og hýst á öflugum netþjóni sem tryggir að myndböndin spilist í bestu mögulegu gæðum, á mögulegum og ómögulegum tækjum.
Það er ekki sjálfgefið að myndbönd spilist í Safari vafranum á iPad og einnig í Chrome vafranum á Android.
En þetta eru allt hlutir sem venjulegur notandi á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af.
Það sem máli skiptir er að nemandi með síma, spjaldtölvu eða fartölvu getur nálgast kennsluefni, sýnidæmi og lausnir hvort sem hann er heima hjá sér á “Wi-Fi” eða í sumarbústað á 3G neti.
Skráðu þig
Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um námskeiðið sendar til þín í tölvupósti þá hvetjum við þig eindregið til að skrá þig hér að neðan.