Lærir unglingurinn þinn meðan hann hlustar á tónlist, horfir á Youtube og fylgist með Facebook? Sýndu honum þetta!

Lærir unglingurinn þinn meðan hann hlustar á tónlist, horfir á Youtube og fylgist með Facebook? Sýndu honum þetta!

Athyglin er á einum hlut hverju sinni

Athyglin er á einum hlut hverju sinni

Við teljum okkur flest trú um að við getum gert margt í einu. Unglingum finnst ekkert sjálfsagðara en að “læra” með heyrnartól á höfðinu, fartölvuna í fanginu og telja sér og öðrum trú um að þetta sé allt í stakasta lagi.
Þau…og við foreldrarnir…höldum jafnvel að þetta þjálfist, unglingar eru vanir frá unga aldri að vinna með mikið áreyti í kringum sig.

En raunin er önnur!

Og rannsóknir sýna annað. Heilinn í okkur hefur ekki breyst á síðustu 15 árum. Við gerum aðeins einn hlut í einu með góðu móti. Hvernig gengur þér annars að tala í síma með suðandi barn við hliðina á þér? Verður þú ekki að velja hvort þú hlustar á barnið eða manneskjuna sem þú ert að (reyna að) tala við?

Í þessu stutta myndbandi, þar sem verið er að kynna sjónvarpsþáttinn “Brain Games” frá National Geographic kemur berlega í ljós að athygli okkar er aðeins á einum stað á hverjum tíma. Þetta er leikur kattarins að músinni.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!