Við teljum okkur flest trú um að við getum gert margt í einu. Unglingum finnst ekkert sjálfsagðara en að “læra” með heyrnartól á höfðinu, fartölvuna í fanginu og telja sér og öðrum trú um að þetta sé allt í stakasta lagi.
Þau…og við foreldrarnir…höldum jafnvel að þetta þjálfist, unglingar eru vanir frá unga aldri að vinna með mikið áreyti í kringum sig.
En raunin er önnur!
Og rannsóknir sýna annað. Heilinn í okkur hefur ekki breyst á síðustu 15 árum. Við gerum aðeins einn hlut í einu með góðu móti. Hvernig gengur þér annars að tala í síma með suðandi barn við hliðina á þér? Verður þú ekki að velja hvort þú hlustar á barnið eða manneskjuna sem þú ert að (reyna að) tala við?
Í þessu stutta myndbandi, þar sem verið er að kynna sjónvarpsþáttinn “Brain Games” frá National Geographic kemur berlega í ljós að athygli okkar er aðeins á einum stað á hverjum tíma. Þetta er leikur kattarins að músinni.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.