Oft má rekja erfiðleika í almennum brotum til þess að nemandi skilur ekki grunn hugtökin. Þegar sú er raunin getur reynst erfitt að “tengja saman punktana”. Margir eru hálf “lesblindir” á stærðfræði (án þess að þjást af reikniblindu) og ná engan veginn að “sjá fyrir sér” hvað það er sem þeir eru raunverulega að fást við. Myndi það hjálpa þínu barni ef kennslan væri myndræn?
Í stærðfræði (eins og öðrum fögum) er nokkuð um tæknileg hugtök. Hugtök sem við notum ekki í daglega lífinu.
Hugtök eins og:
- Nefnari
- Samnefnari
- Óeiginleg brot
- Styttingar
- Blandnar tölur
- o.fl.
Þessi hugtök fléttast inn í reglur sem sumum finnast augljósar en margir skilja lítið sem ekkert í.
Nemandinn veltir fyrir sér (en þorir e.t.v. ekki að spyrja):
“Hver er munurinn á nefnara og samnefnara?”
“Hvenær skal nota samnefnara og hvers vegna, og hvernig er það gert?”
“Hvað er blandin tala?”
“Hvenær á ég að stytta brot og til hvers er ég að því, hvernig er það gert?”
Myndræn framsetning getur skipt sköpum
Þegar við ákváðum að ráðast í gerð fjarnámskeiðs í almennum brotum settum við það sem kröfu að framsetning yrði myndræn.
Við vitum að sá hópur sem glímir við námsörðugleika, hvort sem það er vegna lesblindu, athyglisbrests (ADD) eða reikniblindu, á það sameiginlegt að vera mjög sjónrænn.
Við vitum líka að stærðfræðihugtök eru ekki útskýrð sérstaklega vel í kennslubókum, a.m.k. eru þarfir þessa hóps ekki hafðar sérstaklega í huga.
Það getur reynst erfitt fyrir nemanda að átta sig á útskýringu sem er sett fram sem:
Látum m/n vera almennt brot. Þar sem m og n eru heilar tölur má nota heiltöludeilingu til að deila n upp í m. Þannig má rita m á forminu
m=q⋅n+r,
þar sem q er kvóti deilingarinnar og r er afgangur hennar. Með þessari umritun fæst:
mn=q⋅n+rn=q⋅nn+rn=q+rn.
Þegar brotið mn er ritað á þessu formi kallast það blandin tala.
Heimild: Hugtakasafn stae.is [tengill]
Höfum það á hreinu að þetta dæmi er birt með fullri virðingu fyrir því sem þarna er sett fram. En þetta er veruleikinn. Sá sem ritar eða býr til kennsluefni fyrir miðil eins og vefsíðu eða kennslubók á ekki margra kosta völ. En skildir þú þetta?
“Þannig má rita m á forminu m=q⋅n+r, þar sem q er kvóti deilingarinnar og r er afgangur hennar.”
Áskorun
Það kostar að sjálfsögðu mikla vinnu og heilabrot að útskýra stærðfræðihugtök með myndrænum hætti, án þess að nota flókin orð eða orðasambönd sem er samt svo auðvelt að nota, því þau eru aðgengileg alls staðar.
En þetta munum við gera.
Framsetningin er myndræn sem þýðir að nemandinn getur hlustað og horft, sama hvort hann:
- lærir merkingu hugtaka
- Horfir á vönduð kennslumyndbönd
- Horfir á lausnarmyndbönd
Ef þú vilt fylgjast með þróun og gangi námskeiðsins hvetjum við þig til að skrá þig!