Kelly Howell, stofnandi BrainSync, oft nefnd “Heilahvíslarinn” (e. Brain Whisperer) er um margt merkileg kona. Hlustaðu á hana útskýra hvað liggur að baki BrainSync tækninni og hvernig hún virkar.
Kelly Howell er frumkvöðull þegar kemur að rannsóknum á notkun hljóða til að hafa áhrif á heilabylgjur og þar með hugarástand. Í rúma þrjá áratugi hefur hún helgað sig Brain Sync og hjálpað milljónum manna á leið sinni.
BrainSync getur hjálpað þér til að ná betri stjórn á hugarástandi þínu. Hvort sem þú vilt öðlast betri slökun, átt erfitt með að sofna þá er líklegt að Brainsync geti hjálpað þér.
Áttu erfitt með einbeitingu?
Brainsync er einnig nytsamlegt þegar kemur að námi, að öðlast ró og einbeitingu til að sitja við – jafnvel tímunum saman – er eiginleiki sem margir myndu gefa mikið fyrir. BrainSync hljóðdiskarnir (CD/MP3) eru ódýrari en mörg önnur og óhollari hjálparmeðul. Þú getur hlaðið niður hljóðskránni og haft hana í tölvunni, iPod, spjaldtölvu eða bara símanum þínum. Mjög einfalt og gott að grípa í, t.d. í skólanum eða á ferðalögum þegar færi gefst.
Gengur þér illa að sofna?
Til er mikið úrval slökunarhljóða sem hjálpa þér að ná ró fyrr og gott er að hlusta á BrainSync hljóðið inn í svefninn. Athugaðu að BrainSync tæknin byggir á undirliggjandi “suði”. Undirvitunin nemur þessi hljóð og er þetta lykillinn að árangri. Venjulegir slökunardiskar eru ágætir en þeir hafa ekki þetta. Við heyrum ekki alltaf þessi suð þar sem BrainSync diskarnir koma með mismunandi yfirliggjandi hljóðum, t.d. rólegri tónlist eða náttúruhljóðum.
Hlustaðu á Kelly Howell útskýra BrainSync tæknina. Mælt er með því að nota heyrnartól.
Einbeiting: Hér hjálpa bylgjurnar til við að ná einbeitingu.
Á heimasíðu BrainSync finnur þú breitt úrval og þar er eitthvað við allra hæfi. Hægt er að kaupa geisladiska eða hala niður hljóðskránum á mp3 sniði.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.