Reikniblinda (talnablinda, e. dyscalculia) tengist miklum erfiðleikum í stærðfræði. Algengt er þó að vandamál tengd stærðfræði stafi einfaldlega af slökum kennsluaðferðum og varast skal að blanda því saman við reikniblindu. Einnig geta “hefðbundin” lesblindu-einkenni truflað nemandann í stærðfræði, s.s. ruglingur með tákn og erfiðleikar við að skilja lesin fyrirmæli.
Einkenni reikniblindu er geta m.a. verið eftirfarandi:
Barnið:
- Er lengi að læra að telja
- Áttar sig illa á sambandi milli tölustafs (tákns) og fjöldans (merkingarinnar)
- Leggur stærðfræði á minnið – en skilur hana illa
- Man hvað 5+5 er en reiknar 5+6 á fingrum
- Á erfitt með að læra margföldunartöfluna
- Erfiðleikar með að muna reiknireglur (“taka til láns”, “geyma”)
- Lærir seint á klukku
- Tilfinning fyrir tíma er lítil (slakt tímaskyn)
Í stuttu máli má segja að einstaklingur sem þróar með sér reikniblindu sé líklegur til að eiga í erfiðleikum með grunnþætti stærðfræðinnar, s.s. frádrátt, samlagningu, margföldun og deilingu.
Reiknum hraðar er þjálfunarnámskeið með myndræna framsetningu sem þjálfar reiknihraða og styrkir talnameðhöndlun.
Alengt er að börn sem séu mjög dagdreymin (utan við sig) eða greind með athyglisbrest (ADD), glími einnig við erfiðleika tengda stærðfræði og tíma. Þeim gengur oft illa að læra tónlist, nótnalestur er erfiður og taktur er óreglulegur.
Að sjálfsögðu getur tónlist hjálpað þeim, eins og öðrum, þar sem tónlist reynir á samþættingu margra þátta sem tengjast takti, tilfinningu, tímaskyni og röðum.
Tölustafir hafa merkingu – bókstafir aðeins hljóð
Stóri munurinn á bókstöfum og tölustöfum liggur í því að tölustafir hafa merkingu. Tölustafur táknar fjölda, magn eða þyngd (veltur á samhengi).
Bókstafur hefur:
- útlit (það sem stendur á blaðinu; “M”)
- nafn (t.d. “emm”)
- hljóð (t.d. “mmm”
Tölustafur hefur:
- útlit (“5”)
- nafn (“fimm”)
- merkingu (“fimm fingur”)
Reikniblinda (talnablinda) getur birst í mörgum myndum:
- Orðið “fimm” er bara hljóð, einstaklingurinn á erfitt með að tengja fjölda við hljóðið (t.d.með því að sýna 5 fingur).
- 3+6 segir einstaklingnum lítið. Þú getur skipt tölustöfunum út fyrir bókstafi til að átta þig betur á þessu, hvað er t.d. F+J?
Einstaklingur sem glímir við reikniblindu þarf yfirgripsmikið inngrip, þar sem farið er algjörlega í grunninn á talnakerfinu (tugakerfið) og merkingu grunntákna.
Davis lesblindukerfið er til í þessu formi þar sem sömu grunnhugsun er beitt, þ.e. notaðar eru myndrænar,skapandi aðferðir sem hjálpa nemandanum að tengja merkingu við tákn og tölur.
Margir sem eru slakir í stærðfræði telja sig ranglega reikniblinda. Mjög algengt er að nemendur eigi erfitt með stærðfræði vegna þess að hugtakaskilningur er slakur (tengist oft lesblindu) og hugarreikningur einnig (sjá 5 einkenni stærðfræðiörðugleika… ).