Stendur algebran tæpt?  Upprifjunarnámskeið á döfinni, takmarkaður sætafjöldi

Stendur algebran tæpt? Upprifjunarnámskeið á döfinni, takmarkaður sætafjöldi

Á döfinni er upprifjunarnámskeið í Algebru (stæ 102).  Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem standa tæpt,  þurfa eða vilja góða upprifjun yfir áfangann rétt fyrir próf.  Algebra 102 er einn algengast “fall” áfanginn í menntaskólum svo þessari nýbreytni okkar verður vonandi vel tekið.  Reyndur kennari fylgir nemendum markvisst í gegnum efnið á tveimur helgum og kennt er í afar litlum hópi til að auka líkur á árangri.Um er að ræða þétt, tveggja helga námskeið.  Nemendur sem hafa dregist aftur úr, standa tæpt eða telja sig jafnvel í fallhættu, eru markhópur námskeiðsins.  Að sjálfsögðu nýtist það einnig sem öflugt upprifjunarnámskeið fyrir próf og geta þannig sparað töluverðan námstíma.

Efnistök

Til að tryggja gæði kennslunnar og komast einungis 6 nemendur að.  Kennslan er því mjög persónuleg en komið verður inn á eftirfarandi þætti:

  • Röð aðgerða
  • Liðastærðir
  • Svigar (að taka út fyrir sviga)
  • Jöfnur
  • Þáttun

Kennarinn

Kennari er Halldór Þorsteinsson

Kennslan er í höndum Halldórs Þorsteinssonar, stærðfræðikennara hjá Hringsjá. Halldór hefur mikla reynslu af að kenna nemendum sem skortir grunnþekkingu og eru að hefja nám eftir langt hlé.

“Ég hélt til dæmis að ég gæti aldrei lært stærðfræði en kennaranum tókst það sem engum öðrum kennara hefur tekist”

-Sólrún H. Jónsdóttir útskriftarnemandi í Hringsjá.

Halldór er með B.sc. í viðskiptafræði, Msc. í alþjóðaviðskiptum ásamt kennsluréttindum frá HÍ. 

Góður grunnur skiptir öllu máli

Að ná góðum tökum á Algebru 102 getur ráðið úrslitum fyrir komandi stærðfræðiáfanga.  Nemandi sem nær með lágri einkunn upplifir að öllum líkindum áframhaldandi erfiðleika í stærðfræði.  Ávinningurinn er því margþættur.

Nína Sif, nemandi Halldórs í Hringsjá, trúði því ekki að hún gæti lært stærðfræði.

“En svo fór ég í Hringsjá og var hjá Halldóri Erni Þorsteinssyni stærðfræðikennara sem er algjör snillingur.  Hann náði að hjálpa mér þannig að ég kláraði tvo áfanga með 10 í lokaeinkunn.”
Nína Sif

Nína Sif

Nína Sif segir að í raun hafi hún verið hrædd við nám, fundist sjálfri sem hún væri kjáni og gæti ekki lært.
Hún hafi til að mynda fengið lágar einkunnir í stærðfræði sem síðan leiddi til þess að hún trúði því að hún gæti ekki lært og hætti í námi sautján ára.

Hún væri með stærðfræðiblindu og gæti þetta ekki.

„En svo fór ég í Hringsjá og var hjá Halldóri Erni Þorsteinssyni stærðfræðikennara sem er algjör snillingur.

Hann náði að hjálpa mér þannig að og kláraði tvo áfanga með 10 í lokaeinkunn, sem er svolítið mikið stökk upp á við,“ segir Nína Sif og hlær.

Góð tilfinning að finnaárangurinn Hún stundaði fullt nám í Hringsjá, en í því eru öll grunnfögin kennd. Einingarnar sem út úr því koma eru metnar hjá framhaldsskólunum.

Nína Sif kláraði með flestar einkunnir upp á 9 eða 10, lægsta einkunn hennar var 7. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að sjá svona háar tölur á
einkunnablaðinu. „Jú það var ótrúlega góð tilfinning. Þegar ég var í grunnskóla var ég alltaf sem 6 eða 7 einkunn og hélt að ég gæti ekki lært
og að allar stelpurnar væru miklu klárari en ég. Mig hefur alltaf langað mikið að læra og hef áhuga á rosalega mörgu, en það var alltaf stærðfræðin sem stoppaði mig. Ég leitaði að ýmsu námi, en sá að alltaf var gert ráð fyrir stærðfræði, þannig að það var útilokað.  Þegar maður byrjar að fá svona góðar einkunnir, finnst manni ömurlegt að fá til dæmis 8.“

Nína Sif segir að það sem hafi ráðið úrslitum hjá henni hafi verið kennslan.
Til dæmis hafi Halldór stærðfræðikennari verið duglegur að útskýra sem og opinn fyrir nýjum aðferðum við að leysa dæmin.

Nína Sif segir að með viðmóti kennaranna hafi sjálfstraustið aukist hjá henni sjálfri. Hún telur að aðrir skólar geti lært af því sem fram fer í Hringsjá.
„Algjörlega. Sérstaklega með stærðfræðina, mér finnst að kennarar verði að vera opnir fyrir fleiri leiðum. Þegar svörin eru „þú átt að gera þetta svona,
en ekki hinsegin,“ þá skemmir það rosalega fyrir. Sérstaklega hjá fólki sem er með athyglisbrest.

Heimild: Reykjavíkurblað, 37. tbl., 3. árg. bls. 8 [tengill].

Tími og staður

Námskeiðsdagar:
Laugardagur 27. okt frá kl.9:30-12:00
Sunnudagur 29. okt frá kl. 9:30-12:00
Laugardagur 3. nóv frá kl. 9:30-12:00
Sunnudagur 4. nóv frá kl. 9:30-12:00

Kennt er hjá Betra námi, 5. hæð, Kjarna, Mosfellsbæ.  Upplýsingar um staðsetningu finnur þú hér.  Leið 15 stansar fyrir framan húsið.

Námskeiðsgjald

Verð pr. nemanda kr. 19.900.-

Ath. Hámark 6 nemendur.  Greiða þarf námskeið til að skrá nemanda.
Ef námskeiðið er fullt og nemandinn kemst ekki að verður námskeiðsgjaldið bakfært á greiðslukort.
10 klukkustundir af gæðakennslu í miklu návígi við reyndan kennara.

Skráning á vef Betra náms [smelltu hér]

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!