Reikniblinda (dyscalculia) tengist miklum erfiðleikum í stærðfræði. Algengt er þó að vandamál tengd stærðfræði stafi einfaldlega af slökum kennsluaðferðum og varast skal að blanda því saman við reikniblindu.
Einnig geta “hefðbundin” lesblindu-einkenni truflað nemandann í stærðfræði, s.s. ruglingur með tákn. Einkenni reikniblindu er geta m.a. verið eftirfarandi:
Barnið:
* er lengi að læra að telja
* áttar sig illa á sambandi milli tölustafs (tákns) og fjöldans (merkingarinnar).
* leggur stærðfræði á minnið – en skilur hana illa
* “veit” (man) hvað 5+5 er en reiknar 5+6 á fingrum
* á erfitt með að læra margföldunartöfluna
* á í erfiðleikum með að muna reiknireglur (“taka til láns”, “geyma”)
* lærir seint á klukku
* tilfinning fyrir tíma er lítil (slakt tímaskyn)
ImageÍ stuttu máli má segja að einstaklingur sem þróar með sér reikniblindu sé líklegur til að eiga í erfiðleikum með grunnþætti stærðfræðinnar, s.s. frádrátt, samlagningu, margföldun og deilingu.
Alengt er að börn sem séu mjög dagdreymin (utan við sig) eða greind með ADD, glími einnig við erfiðleika tengda stærðfræði og tíma.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.