Í þessari hljóðupptöku heyrist 13 ára drengur lesa stuttan texta. Eins og munt komast að þá er erfitt að greina orðin. Tveimur dögum síðar er tekið upp aftur og er breytingin nánas ótrúleg. Ekki síst vegna þess að á milli upptakanna fór enginn lestur fram.
Nemandinn var á Davis lesblindunámskeiði og þó svo að Davis námskeið sé alla jafna unnið á fimm dögum þá endurspeglast vel hér mikilvægi þess að vinna í réttum hlutum.
Davis aðferðafræðin byggir á kenningum Ron Davis og hafa Davis námskeið rutt sér til rúms víða um heim á síðustu 15 árum eða svo. Nálgunin er gjörólík þeim aðferðum sem notuð eru í skólakerfinu. Það er alltaf erfitt að vita til þess að sama aðferð sé notuð árum saman jafnvel þegar lítið sem ekkert gengur. Það er margt vel gert í skólakerfinu en úrræðaleysið birtist þó í því að skortur er á fjölbreyttari aðferðum þegar full ástæða er til að skoða aðra möguleika.
Ef nemandi nær ekki tökum á lestri eftir áralanga þjálfun og sérkennslu, þá er sjaldnast annað í boði en að halda áfram á sömu braut.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.