Heimalestur er nýtt fjarnámskeið Betra náms. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna í 1.-4. bekk og byltir aðgengi þeirra að upplýsingum um lesblindu og sérfræðiráðgjöf.
Fæstir foreldrar – og margir kennarar – þekkja einkenni lesblindu fyrr en of seint. Lesblinda er sjaldnast greind fyrr en í 4. bekk. Á þitt barn betra skilið? Lærðu að þekkja einkennin og beittu réttum handtökum fyrr en síðar. Það margborgar sig!
Ef barnið þitt hefur lokið 1.-4. bekk og á í sjáanlegum – og heyranlegum erfiðleikum með lesturinn, þá er ástæða til að staldra við.
Fjarnámskeiðið Heimalestur er áskriftarnámskeið sem veitir leitandi foreldrum aðgang að upplýsingum og reynslu sem erfitt er að nálgast annars staðar. Hér finnur þú upplýsingar sem varða stafa- og lestrarkennslu, ólíka þeim sem stunduð er í skólanum.
Lærðu að þekkja einkenni hugsanlegrar lesblindu (dyslexiu) og beittu aðferðum sem virka áður en vandamálið vex þér yfir höfuð.
Smelltu hér til að kynna þér námskeiðið nánar og gerast áskrifandi.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.