Öll þekkjum við tilfinninguna sem fylgir spennu eða kvíða. Hér er einfalt ráð sem getur reynst ansi öflugt!
Fylgdu þessum skrefum og finndu hvernig spennan nánast gufar upp.
Frábær aðferð fyrir börn.
Notaðu hugmyndaflugið til að krydda og aðlaga orðalagið svo það hæfi þér sem best.
- Taktu eftir því hvar í líkamanum tilfinningin er. Tilfinningin er á líffærasvæðinu, ekki útlimunum. Reiði er oftast neðarlega í kviðarholi en kvíði er ofar (öndunarfæri) og nær jafnvel upp í háls.
- Gefðu tilfinninguna útlit og áferð. Er hún ferhyrnd, þríhyrnd eða göddótt? Mjúk eða hörð?
- Settu lit á hana. Er hún ljós eða dökk? Svarthvít eða í lit?
Á þessu stigi ertu búin/n að afmarka tilfinninguna, hún er “umkringd” og afmörkuð; viðráðanleg. Við aukum hughrifin með því að “sjá” hana, ekki bara finna.
Nú skaltu ímynda þér að tilfinningin (hluturinn) byrji að snúast, hraðar og hraðar.
Finndu hvernig tilfinningin verður léttari og léttari eftir því sem hún snýst hraðar og hraðar.
Og þegar hún snýst hraðar þá verður hún léttari og léttari.
Láttu hana snúast svo hratt að hún sjáist varla og að lokum….búmmm…sérðu hana skjótast leiftursnöggt í burtu svo langt að hún hverfur á nokkrum augnablikum.
Andaðu svo djúpt og njóttu þess sem eftir er dagsins!
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.