Ofurminni

Ofurminni er minnistækni sem gerir þér kleift að margfalda minnisgetuna.  Gott minni er ein helsta forsenda námsárangurs.  Utanbókarlærdómur og bókleg fög eru lítið annað en þrautir fyrir minnið.  Að muna staðreyndir er eiginleiki sem skilur á milli þeirra sem fá háar einkunnir og lágar.

Hvort sem þú lærir málfræði, landafræði, félagsfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði , listasögu eða mannkynssögu þá er minnistækni klárlega eitthvað sem þú munt hagnast mikið á að kunna.

Það er ótrúlegt að vita til þess hve margir velja frekar að marglesa sömu upplýsingarnar fremur en að bæta það sem mestu máli skiptir; minnið.

Ofurminni er uppsett með þarfir lesblindra í huga.  Hvort sem þú glímir við lestrarörðugleika eða ekki, þá nýtur þú góðs af myndrænni framsetningu.  Þórunn Lárusdóttir leikkona les öll fyrirmæli í mynd.  Fjölmargar æfingar fylgja.

Þú finnur allar nánari upplýsingar um minnistækninámskeiðið Ofurminni á heimasíðu námskeiðsins,
www.ofurminni.betranam.is