Hraðlestur

Lesum betur er fjarnámskeið í hraðlestri.  Hraðlestrartæknin er komin til ára sinna og er í sjálfu sér ekki flókin og hentar því mjög breiðum hópi.

En hraðlestur krefst æfinga, því það  tekur tíma að þjálfa augu og huga svo hraðlestrartæknin nýtist sem best.  Sem dæmi má nefna þá lét John F. Kennedy Bandaríkjaforseti alla helstu starfsmenn sína læra hraðlestur því hönum blöskraði tíminn sem annars fór í lestur.

Hraðlestrarnámskeiðið Lesum betur er m.a. byggt á æfingum hins gamla og góða hraðlestrarnámskeiðs Lestu betur sem Guðni Kolbeinsson og Fjölnir Ásbjörnsson stóðu að.  Þeir félagar leyfðu Betra námi góðfúslega að nota æfingaefni sitt og er það vel.

Nánari upplýsingar um hraðlestrarnámskeiðið Lesum betur er að finna á heimasíðu námskeiðsins,
www.hradlestur.betranam.is.