vertu besti stuðningsaðili barnsins þíns
ER HEIMALESTURINN AÐ BRJÓTA NIÐUR BARNIÐ ÞITT?
heimalestur - lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra
ERTU AÐ GERA MISTÖK Í HEIMALESTRINUM?
Ómarkvissar leiðbeiningar og óskýr inngrip og aðfinnslur geta gert heimalesturinn að kvíðvænlegri stund fyrir nemendur sem eiga erfitt uppdráttar í lestri.
Skilar heimalesturinn litlu?
Hafið þið sinnt heimalestri vel án þess að uppskera í samræmi við alla vinnuna? Ef þú gætir orðið besti stuðningsaðili barnsins þíns, hvers vegna ættir þú ekki að vilja það?
Stór hluti lestrarnámsins er í höndum foreldra sem vilja gera vel, en hafa litla sem enga þekkingu á lestrarkennslu
Kennslubrestir sem geta orsakað erfiðleika í lestri:
TAKTU LESTRARNÁMIÐ FÖSTUM TÖKUM - HEIMA!
Námskeiðið er fyrir foreldra sem:
HEIMALESTURINN TEKUR NÚ ÞEGAR MIKINN TÍMA, SVO HVERS VEGNA EKKI AÐ GERA ÞETTA RÉTT?
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir foreldra barna í 1.-10. bekk sem vilja taka heimalesturinn föstum tökum og öðlast fulla stjórn á lestrarnámi barnsins.
Hvers vegna mikilvægt?
Til að tryggja að lestrarnámið komist hnökralaust af stað og tryggja framfarir. Námskeiðið hjálpar líka þeim sem standa höllum fæti í lestri og þurfa á inngripi að halda.
Hvers vegna?
Námskeiðið er samið af Kolbeini Sigurjónssyni, sem lærði lesblinduráðgjöf 2003 og hefur sérhæft sig í úrræðum tengdum lestri og lestrarörðugleikum.
Hve langt er námskeiðið?
Námsefninu er skipt upp í 6 vikur en aðgangur að námskeiðinu er virkur í 3 mánuði svo allir geta í raun farið á sínum hraða.
Heimalestur er vandað fjarnámskeið fyrir foreldra sem vilja færa lestrarkennslu barnsins upp á næsta stig. Hvort sem barnið glímir við lestrarörðugleika eða ekki, þá er þetta tækifæri fyrir foreldra til fræðast og bæta lestrarkennsluna verulega.
HEIMALESTUR
Lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra
3 GÓÐAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ VERA MEÐ
Þekking
Foreldri sem veit meira um lestrarörðugleika bregst betur við mótlæti og leiðbeinir barni sínu betur á allan máta.
Öryggi
Með því að taka heimalesturinn fastari tökum verðið þið sjálfstæðari og þannig síður háð aðstoð frá skóla - aðstoð sem oft kemur of seint, eða alls ekki.
Umhyggja
Lestrarkennslan er í forgangi fyrstu árin. Á endanum snýst þetta um að veita barninu þínu bestu mögulega lestrarkennslu sem völ er á - heima.
LESTRARVANDI HVERFUR EKKI AF SJÁLFU SÉR - ÞAÐ GETUR ÞVÍ KOSTAÐ MARGFALT MEIRA AÐ GERA EKKI NEITT!
100% Endurgreiðsluábyrgð!
Engin áhætta, ég ábyrgist árangurinn með 30 daga endurgreiðsluábyrgð.
100%
ÁBYRGÐ Í 30 DAGA!
Ég hef fengið meiri upplýsingar og lært meira núna en á öllum fundum með skólanum - öll árin frá upphafi!
Sigríður // Foreldi
Ég lærði tvímælalaust nýja hluti á námskeiðinu og fékk nýja sýn á lestrarnámið. Eftirfylgnin var mjög góð og ég er hæstánægður með upplýsingaflæðið.
Lárus Gunnarsson // Foreldri
Ég öðlaðist betri skilning á vanda barnsins og lærði leiðir til hjálpar sem ég gat ekki fundið að væru til staðar í skólanum. Öllum fyrirspurnum var líka svarað fljótt og vel.
Guðrún Helgadóttir // Foreldri
Höfundur námskeiðs
Um mig
Kolbeinn Sigurjónsson
Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004. Ég lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og tók virkan þátt í að innleiða Davis lesblinduaðferðafræðina á Íslandi, fyrst sem framkvæmdastjóri Lesblind.com sem leiddi af sér stofnun Lesblindusetursins í Mosfellsbæ. Betra nám tók svo við keflinu árið 2008.
Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.
FÆRÐU 90% ENDURGREITT?
Heimalestur er námskeið fyrir foreldrið - ekki barnið. Þess vegna gætir þú fengið allt að 90-100% námskeiðsgjaldsins endurgreitt frá þínu stéttarfélagi. Vinnumálastofnun endurgreiðir allt að 70%.
Þannig virkar námskeiðið
Umbyltu heimalestrinum á 6 vikum!
Vika 1-2
Þú fræðist um lestrarörðugleikar og lestrarkennslu. Heimalestur er lykillinn að farsælu lestrarnámi og þá þarf foreldrið að búa yfir þekkingu og færni til að leiðbeina barninu með sem bestum hætti.
Fyrsta skrefið er að brjóta lesturinn niður í einfalda hluta og ná fullri stjórn á lestrartækni barnsins. Hér skimum við líka fyrir brestum sem geta hamlað framförum.
Vika 3-4
Við brjótum niður ávana sem geta dregið úr árangri og komið í veg fyrir að lesturinn flæði og nemandinn nái betri leshraða. Áherslan er á flæði og öryggi.
Vika 5-6
Að lokum tökum við fyrir lesskilning og kennum nemandanum aðferðir til að bæta athygli við lestur og auka lesskilning. Hér eru öll púslin komin saman og foreldri og barn halda áfram að beita lestrartækninni til að bæta árangur og framfarir í lestri.
Eftir námskeiðið hefur þú öðlast þekkingu og færni til að halda áfram að beita lestrarkennslunni eins lengi og þurfa þykir - með eins mörgum börnum og þörf er á!
Lesarar efnis
Lesblinduráðgjöf
Kolbeinn er höfundur námskeiðsins og leiðbeinandi foreldra.
Þýðandi og þulur
Guðni les valda kafla námskeiðsins um eðli og einkenni lestrarörðugleika.
Þetta lærir þú:
Heimalesturinn í lag á 6 vikum!
Lærðu að þekkja betur lesblindueinkenni og viðbrögð við þeim
Heimalesturinn tekinn í gegn í þremur markvissum skrefum
Ítarlegar leiðbeiningar og stuðningur
100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga
SKRÁNING
Vertu með!
Aðgangur að öllu efni í 3 mánuði
Þitt heimasvæði
Vönduð myndbönd
Kennsluhandbók (PDF)
Persónulegur stuðningur
Verð kr. 39.900.-
(Aðeins kr. 3.325.- hver vika!)
Engin áhætta. 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.
Spurt og svarað
Lestrarkennsla fyrir foreldra
Börn sem glíma við lestrarvanda sýna lestri oft lítinn áhuga. Það er eðlilegt í ljósi stöðunnar svo það er alls ekki frágangssök og þjálfunin ætti að geta gengið vel og haft góð áhrif á lesturinn þegar fram í sækir.
Það skiptir í raun ekki máli. Lestrarerfiðleikar fara ekki fram hjá neinum og síst þér, foreldrinu. Það sem skiptir máli er að hjálpa barninu sjálfu, sem er í þeirri stöðu að fá ekki þá hjálp sem það þarf. Barnið getur ekki tapað á betri lestrarkennslu, sama hvort lesblinda er í spilinu eða ekki.
Námskeiðinu er stillt upp sem 6 vikna námskeiði Þú hefur aðgang að mér og öllu efni námskeiðsins helmingi lengur, eða 12 vikur (3 mánuði). Þetta er eingöngu viðmið og þú færð aðgang að efninu jafnóðum svo hraðinn er í sjálfu sér sveigjanlegur.
Lesum hraðar þjálfar viðbragð og snerpu sem bætir nefnuhraða og er afar mikilvægur þáttur í lestri. Lesum hraðar hefur í sjálfu sér ekkert með heimalesturinn að gera. Í stuttu máli má segja að Lesum hraðar sé fyrir barnið, en Heimalestur er fyrir foreldrana.