basl í lestri eða stærðfræði?
NÁÐU TÖKUM Á NÁMINU
KOLBEINN SIGURJÓNSSON, LESTRARRÁÐGJÖF OG NÁMSKEIÐ
Hæ,
loksins ertu hér!
Ég heiti Kolbeinn og hef hjálpað foreldrum og nemendum að ná betri tökum á lestri og stærðfræði í rúm 20 ár. Á þessum tíma hef ég þróað fjölda námskeiða sem eru sérsniðin að þörfum barna og unglinga sem glíma við erfiðleika í tengslum við lestur og stærðfræði.

20 ára sérhæfing í glímunni við lestrar- og stærðfræðiörðugleika
Vönduð fjarnámskeið sem eru einföld í notkun, spara tíma og eru hagkvæmari en einkatímar
Ummæli foreldra og nemenda
Móðir
Lýsir upp þekkinguna!
Það sem er svo frábært er að sjá hvernig þetta "kveikir" eða lýsir upp þekkinguna. Þá er þetta bara frábært verkfæri fyrir okkur kennarana.
Molar niður fyrirstöðurnar!
Dóttir mín ruglaðist á ólíklegustu stöðum í lestrinum svo við skráðum okkur á Lesum hraðar.
Sérlega ánægjulegt var að fylgjast með því hvernig æfingaforritið hvatavæðir árangur og er eldsnöggt að finna út lestrarveikleikana og ræðst á fyrirstöðurnar og hjálpar barninu - dóttur minni - að mola þær á ÁNÆGJULEGAN HÁTT með jákvæðri svörun
100%
ÁBYRGÐ
100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga!
Fjarnámskeiðin eru vönduð og þú hefur aðgang að persónulegri aðstoð til að tryggja að ykkur gangi sem best. Ykkar árangur skiptir öllu máli, enda stendur ykkur til boða full endurgreiðsla innan 30 daga ef námskeiðið stendur ekki undir væntingum.
BN KLÚBBURINN
Öll námskeið á einum stað - fyrir eitt gjald!
Áhyggjur af náminu? Engar áhyggjur, aðild að klúbbnum veitir ykkur aðgang að öllum námskeiðum Betra náms fyrir brot af kostnaðinum.
Ef þú átt barn eða börn sem glíma við áskoranir í náminu, lestrar- eða stærðfræðiörðugleika, þá er klúbburinn fyrir ykkur!
GREINAR OG FRÓÐLEIKUR
Er barnið þitt lesblint?
Hefur heimalesturinn skilað litlum árangri?
Hvort sem barnið þitt er lesblint eða ekki,
þá eru miklir erfiðleikar í lestri vísbending um
að tími sé kominn á aðra nálgun.
Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla. Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.

Um höfundinn
Kolbeinn Sigurjónsson lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004. Kolbeinn hefur sérhæft sig í úrræðum tengdum námsörðugleikum og hefur sinnt þjálfun, kennslu og ráðgjöf um árabil.

Auk þess að kenna á einkanámskeiðum hefur Kolbeinn haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir ýmsa aðila, s.s. Mími símenntun, Fræðslunetið á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hringsjá ofl.






