Feb 03

Einkakennsla í stærðfræði?

By kolbeinn | Blogg

Fá fög valda jafn stórum hópi jafn miklum erfiðleikum og stærðfræði.  Eins mikilvæg og notadrjúg hún er (jafnvel í daglegu lífi), þá er eins og stór hluti nemenda tengi ekki við það sem fram fer í kennslustofunni.  Eftirspurn eftir einkakennslu og stærðfræðiaðstoð er stöðug.  Víða á landsbyggðinni er minna um úrræði en á höfuðborgarsvæðinu og því eru góð ráð dýr.  Eða hvað?

Lesa meira
Jan 28

Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]

By kolbeinn | Blogg

Slakur hugtakaskilningur í stærðfræði getur reynst mjög afdrifaríkur þegar fram í sækir.

Ef stærðfræðinám á að geta gengið vel fyrir sig þurfa þrír þættir að vera í nokkuð góðu lagi.  Það eru reyndar ekki allir sammála mér í þessu (Sumir vilja meina að vasareiknar bæti upp fyrsta hlutann) og það er í góðu lagi.

Lesa meira
Jan 25

ÚFF – Er stærðfræðin erfið og leiðinleg?

By kolbeinn | Blogg

Það er staðreynd að mörgum nemendum reynist erfitt að læra stærðfræði. Foreldrarnir eiga líka erfitt með að aðstoða við heimanám og þetta verður ákveðin blindgata sem blasir við þegar ástandið er orðið svona.  Fyrir nemandann verður þar af leiðandi stærðfræðin orðin of erfið og þar af leiðandi leiðinleg. Neikvæðnin og svartsýnin hellist yfir og hættan er að nemandinn gefist hreinlega upp.

Lesa meira
Jan 25

Stærðfræði er hluti af daglegu lífi

By kolbeinn | Blogg

Fyrir nokkrum misserum fór ég ásamt samkennara mínum til London að kynna okkur kennsluaðferðir í stærðfræði sem kallast Numicon.  Þar er  börnum frá 4 ára aldri kennd grunnatriði í faginu með hlutbundnum aðferðum, þar sem tölurnar eru gerðar „raunverulegar“.

Lesa meira
Jan 24

Fjarnámskeið í stærðfræði

By kolbeinn | Blogg

Ákveðin togstreyta ríkir á milli fjarnámskeiða og staðarnámskeiða, enda um nokkuð ólíka kosti að ræða.  E.t.v. ert þú enn þeirrar skoðunar að ekkert komi í staðinn fyrir kennara, standandi fyrir framan töfluna með krítina í hendi.  Ef svo er þá ertu að fara á mis við gríðarleg tækifæri sem felast í fjarnámi (sjálfsnámi).  

Tækifæri sem hvorki þú né barnið þitt ættuð að láta fram hjá ykkur fara.

Lesa meira