April 1

Litla reglan sem léttir lesturinn, minnkar streitu og fækkar mistökum

0  comments

Reynir heimalesturinn á þolrifin?  Sýnir barnið mótþróa og þreytist það fljótt?  Þá getur þessi einfalda 5 sekúndna" regla létt barninu lesturinn - og þér lífið, eilítið að minnsta kosti.

More...

Leiðréttingar geta orsakað vítahring

Börn sem lesa hægt, eiga það til að giska eða gera mistök hafa oft litla þolinmæði fyrir leiðréttingum.
Leiðréttingar og aðfinnslur geta:

👉 Truflað einbeitingu nemandans
👉 Dregið úr áhuga
👉 Valdið pirringi og streitu

5 sekúndna reglan í hnotskurn

Hljóðaaðferð (að tengja saman hljóð stafanna) er góð og gild kennsluaðferð, en með tímanum er æskilegt að nemandinn hætti að nota þessa aðferð.

Í 2. bekk fjölgar orðunum (oftast) hratt sem nemandinn þekkir í sjón, og þarf því ekki að brjóta heilann þegar hann sér orðið.

✅Hljóðun (að tengja saman hljóð stafanna) er gagnleg kennsluaðferð og hentar byrjendum vel.
✅Þegar lengra er komið viljum við sjá "hljóðun" víkja fyrir "nefningu" (að segja orðið).
✅5 sekúndna reglan getur hjálpað nemandanum að sleppa tökunum af hljóðun, og venjast því að lesa eins og hann talar (nefning) - jafnvel þótt hann þurfi allt að 5 sekúndur til þess að lesa orðið fyrst í huganum.

Þannig beitir þú reglunni við heimalesturinn

1️⃣Hugsa fyrst - tala svo!

Barn sem þekkir bókstaf eða hugtak - þarf ekki að hugsa.
Ef barnið þitt hikar, giskar eða hljóðar þegar það les, bendir það til þess að óvissa sé í gangi varðandi bókstaf eða hugtak.

👉Hvettu barnið þitt til að hugsa - áður en það talar.
💡Það er léttara, barnið slakar á og einbeitir sér betur þegar foreldrið heldur sig til hlés.

2️⃣Segðu PASS!

Barn sem þekkir ekki staf eða hugtak af öryggi "nefnir" ekki orðið - það "hljóðar" (les upphátt staf fyrir staf).  Sífelld heilabrot eru þreytandi og geta orðið til þess að barnið grípi til ágiskana.

👉Gefðu barninu leyfi til að segja PASS!
💡Þetta gefur barninu stjórn, því foreldrið bíður og grípur ekki inn í.  Nemandinn lærir að gera greinarmun á óvissu og fullvissu.  Í stað þess að giska eða rembast, fær foreldrið leyfi til að lesa orðið - barnið endurtekur svo orðið á eftir foreldrinu.

3️⃣5 sekúndna reglan

Með því að takmarka "Pass-regluna" við 5 sekúndur sparar nemandinn orku og þjálfast í að gera greinarmun á fullvissu og óvissu.

👉Láttu barnið segja "PASS" innan 5 sekúndna ef það veit ekki hvert orðið er.
💡Djúpt sokkinn nemandi getur gleymt sér í glímunni við lesturinn.  Ef barnið gleymir þessu, minntu það vinsamlega á að nú sé komið að þér að lesa orðið.

Þess vegna skiptir viðbragðið máli

Tíminn sem það tekur nemandann að bera fram (bregðast við) bókstaf eða orði kallast nefnuhraði.

Nemandi sem les hægt, hikar eða giskar gerir það vegna þess að hann finnur fyrir óvissu þegar hann sér bókstaf eða orð.

Nemandi með góð tök á lestri þarf ekki að hljóða þegar hann les.  Hann þekkir orðmyndina og veit hvað hann ætlar að segja - áður en hann segir það.

Slakt viðbragð er þess vegna vísbending um undirliggjandi erfiðleika hjá nemandanum.

Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið

Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið bætir og styrkir viðbragð og leshraða með einföldum æfingum sem taka minna en 5 mínútur á dag.

Þú finnur nánari upplýsingar um Lesum hraðar námskeiðið undir Klúbbnámskeið á heimasvæðinu þínu hér.


Tags

Heimalestur, Lestur


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

Að muna mikið (Prófaðu!)

Að muna mikið (Prófaðu!)
{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>