Áttu ungling sem gengur illa í stærðfræði? Hefur stærðfræðin verið þung og erfið í langan tíma? Fyrir nemanda sem hefur dregist aftur úr eru góð ráð dýr. Á nemandi í þessari stöðu einhverja möguleika á að vinna upp tapaðan tíma? Hvað er eiginlega til ráða þegar staðan virðist bara geta versnað?
More...
Stærðfræðin hrundi ekki á einni nóttu, er það?
Höfum það í huga að flest byrjum við á svipuðum stað í stærðfræðináminu. Vissulega geta erfiðleikar tengdir lesblindu og ADHD gert nemendum erfitt fyrir. En stærðfræðiörðugleikar verða ekki til á einum degi.
Staðan er slæm vegna þess að nemandinn hefur ekki fengið viðeigandi aðstoð, yfir langt tímabil. Ástæður fyrir því geta verið margar og mismunandi, ég ætla ekki að fara í það hér.
Lausnin þarf að henta nemandanum
Einmitt vegna þess að vandinn varð til á löngum tíma, duga engar skyndilausnir. Nokkrir tímar hjá einkakennara gera lítið fyrir nemanda sem hefur dregist langt aftur úr. Bekkjarkennari hefur hvorki tíma né getu til að draga nemanda sem er langt á eftir, upp að hlið samnemenda sinna á sama tíma og fylgja skal námsskrá.
Einkakennsla hentar nemanda mun betur sem glímir við afmarkaða erfiðleika. Nemandi sem veit hvað hann þarf að læra betur, og hefur forsendur til að skilja útskýringar kennarans.
Bekkjarkennsla
Bekkjarkennari þarf að fylgja kennsluáætlun og kynna til sögunnar nýtt efni.
Bekkjarkennari á erfitt með að hjálpa nemendum sem hafa dregist aftur úr og skortir þess vegna forsendur til að fylgja hópnum.
Sérkennsla
Sérkennari getur sinnt litlum hópi nemenda betur. Hver nemandi fær meiri athygli og tíma en hjá bekkjarkennara.
Nauðsynlegt úrræði en takmarkað. Sérkennarar eru of fáir og hóparnir of litlir til að sinna þeim sem þurfa hjálp.
Einkakennsla
Einkakennsla er kostnaðarsöm og margir leita til einkakennara á röngum forsendum.
Illa staddur nemandi skilur ekki kennarann, og vikulegir einkatímar duga engan veginn til að vinna upp tapaðan tíma. Á meðan brunar bekkurinn áfram og bilið eykst dag frá degi.
Ekkert að ofangreindu virkar, ef nemandann vantar grunn!
Ef þú átt ungling sem á erfitt uppdráttar í stærðfræði, eru góðar líkur á því að hann skorti grunn. Nemandinn hefur m.ö.o. dregist það mikið aftur úr að hann getur ekki lengur tekið á móti nýju efni!
Engin af ofangreindum leiðum er líkleg til að leysa vanda nemandans. Meira þarf að koma til. Nemandi í þessari stöðu þarf annars konar hjálp. Hann þarf úrræði sem gerir honum kleift að byrja á byrjuninni, og fara áfram í gegnum efnið skref fyrir skref.
Nemanda sem skortir grunn í stærðfræði, þarf tækifæri ti að fara í gegnum efnið frá byrjun
Læra hluti aftur frá grunni, efni sem hann hefur aldrei náð góðum tökum á.
Byrja frá byrjun, og fara í gegnum efnið skref fyrir skref.
Meðtaka kennsluefnið í réttri röð, sem tryggir skilning og framfarir.
Fá útskýringar á öllum mistökum með því að hafa aðgang að lausnarmyndböndum.
Veikleikar sem oft tengjast ADHD
Margir nemendur með ADHD eru góðir í stærðfræði, en líklega eru þó fleiri sem ströggla. Ýmis einkenni ADHD geta dregið úr færni nemandans til að læra stærðfræði með auðveldum hætti.
Lítið úthald og athygli
Erfiðleikar við að læra hluti í réttri röð, t.d. dagana eða margföldun
Slakt skammtímaminni tengt tölum og aðgerðum
Veikleikar sem tengjast lesblindu
Þótt lesblinda sé sjaldnast greind fyrr en í 4. bekk, þá hefur lesblinda skiljanlega áhrif á námsgetu nemandans alla tíð. Lesblinda kemur "harðast" niður á lestrargetu nemandans, en smitar oft yfir í stærðfræði t.d. með eftirfarandi hætti:
Slakur hugtakaskilningur bitnar á hugtakaskilningi í stærðfræði
Ruglast á hægri og vinstri, lóðrétt og lárétt
Erfiðleikar við að læra hluti í réttri röð, t.d. dagana eða margföldun
Lítið úthald og athygli
Ef þig grunar að þitt barn sé lesblint, þá getur þú smellt hér til að fá ókeypis lesbinduskimun með persónulegri niðurstöðuskýrslu.
Betra nám býður nú upp á vandað fjarnámskeið í stærðfræði fyrir 7.-10. bekk, í samstarfi við Halldór Þorsteinsson, stærðfræðikennara.
Við höfum starfað saman í nokkur ár, en Halldór er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum auk þess sem hann er með kennsluréttindi frá HÍ.
Úrræði sem byggir á einfaldri nálgun
Námsefnið er sett fram með mjög myndrænum hætti
Markvisst leitast við að lágmarka lesefni
Stærðfræðinámskeið Betra náms byggir á vönduðu efni sem henta mun breiðum hópi nemenda, ekki síst þeim sem átt hefur erfitt uppdráttar, s.s. nemendum með lesblindu og athyglisbrest.
Skjáskot úr námskeiðinu
Almenn brot og algebra eru gríðarlega mikilvægur þáttur í stærðfræðinámi hvers nemanda sem sést vel á því að þau eru viðfangsefni frá 5.-10. bekk í grunnskóla, en einnig eru þau kennd sem hluti af Stæ 102 í framhaldsskólum (Algebru).
Því má bæta við að algeng orsök þess að nemendur lenda í erfiðleikum í framhaldsskóla er einmitt veikur grunnur þegar kemur að því að vinna með almenn brot.
Námskeiðið er kjörin leið til að tryggja árangur í stærðfræði, það er alls ekki nauðsynlegt að glíma við stærðfræðiörðugleika af neinu tagi. Að sjálfsögðu leggjum við upp með það að námskeiðið henti þeim sem þurfa á einkakennslu eða stærðfræðiaðstoð að halda, framsetningin er myndræn og hentar þeim nemendum vel sem eiga erfitt með að skilja lesin fyrirmæli