May 13

Ótrúleg breyting á lestrargetu 13 ára drengs

0  comments

Lestrarörðugleikar geta haft gríðarleg áhrif á líðan og námsgetu barna.  Lestrarnám er því út af fyrir sig alvöru nám.  Í þessari hljóðupptöku heyrist 13 ára lesblindur drengur lesa stuttan texta.  Eins og nærri má geta eftir allan þennan tíma þá hefur skólagangan verið þyrnum stráð.  Eftir ákveðna vinnu má heyra á upplestrinum að breytingin er mjög til batnaðar.  Nánast ótrúleg.  Ekki síst vegna þess að á milli upptakanna fór enginn lestur fram.

More...

Lesblinda er alvarlegt mál

Nálgunin sem notuð er samræmist ekki þeirri kennsluaðferð sem notuð er í skólakerfinu.  Í skólakerfinu er notuð svokölluð "hljóðaaðferð" sem byggir á því að nemandinn lærir að tengja saman hljóð stafanna.

Þetta er góð kennsluaðferð og reynist flestum vel.  En ekki öllum.  Það er margt vel gert í skólakerfinu en úrræðaleysið birtist í því að skortur er á fjölbreyttari aðferðum til að mæta þörfum mismunandi nemenda.

Ef nemandi nær ekki tökum á lestri eftir áralanga þjálfun og sérkennslu, þá er sjaldnast annað í boði en að halda áfram á sömu braut.

Hversu lengi myndir þú halda áfram að gera sama hlutinn ef uppskeran væri lítil sem engin, jafnvel árum saman?

Glímir þitt barn við lestrarerfiðleika?

Lesblinda er sjaldnast greind fyrr en í 4. bekk.  Flest börn sem greinast með lesblindu hafa átt erfitt uppdráttar í lestri frá upphafi skólagöngu.  Það segir sig sjálft að skaðinn getur verið mikill ef ekki er gripið inn í strax.

En hvernig er gripið inn í?  Er nóg að beita sömu aðferðum og barnið hefur þegar átt erfitt með að tileinka sér?

Hvaða skilaboð sendir það til barnsins?  Aðferðin er góð, en nemandinn er vandamálið.

Hvernig væri að snúa þessu við og spyrja: Ef nemandinn nær ekki árangri með tiltekinni aðferð, hvernig væri þá að prófa aðra nálgun og sjá hvort það gangi betur?

Mismunandi lærdómsstílar

Nú er alvitað að styrkleikar nemenda liggja í mismunandi þáttum.  Flestir kjósa sjónræna nálgun í kennslu, aðrir verklega og enn aðrir kjósa að hlusta.  Oft er það svo að fæstir kjósa texta, sem leið til að innbyrða upplýsingar.

Það vill svo til að flest börn sem eiga erfitt uppdráttar í lestri eru:

✅skapandi
✅sjónræn
✅verklega sterk
✅með gott ímyndunarafl

Þeim gengur þess vegna best í verklegum, skapandi greinum.  Greinar eins og matreiðsla, smíði, handavinna eða myndmennt eru því miður eina útrás þessarra nemenda, þar sem þeir geta sýnt styrkleika sína.

Einkenni lesblindu

Einkenni lesblindu eru mismunandi, en meðal algengra eru t.d.
✅stafaruglingur
✅stafaspeglun
✅erfiðleikar við að ná lesfimiviðmiðum skólans
✅nemandinn þreytist fljótt
✅pirringur þegar lesið er, eða mótþrói

Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir einkenni lesblindu, mörg önnur einkenni geta líka gert vart við sig í daglega lífinu s.s.

☑️Barnið var seint til máls
☑️Barnið ruglast á vinstri og hægri
☑️Erfitt var að læra á klukku
☑️Það tók langan tíma að læra á klukku
☑️Það var erfitt að læra dagana
☑️Sum börn eru með slakt jafnvægi, og eiga erfitt með að læra að hjóla 
☑️Blýantsgrip er oft ekki eins og það á að vera
☑️Sum börn skriðu ekki með hefðbundnum hætti

Lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra

Heimalestur er lestrarkennslunámskeið fyrir foreldra, sem vilja taka lestrarnám barna sinna föstum tökum.  Þar fær foreldrið fræðslu og stuðning til að gerast besti leiðbeinandi barnsins.

Heimalestur er fjarnámskeið sem gerir foreldrinu kleift að veita barninu sínu mjög góða þjónustu og stuðning heima, sem annars væri erfitt að fá.

Svo ekki sé minnst á kostnaðinn, en það er mun hagkvæmara fyrir foreldrið að hjálpa til með þessum hætti, fremur en að ráða einkakennara eða bíða eftir því að utanaðkomandi aðili leysi vandann.

Fyrir hverja er námskeiðið "Heimalestur"?

Ef þú átt barn sem á erfitt uppdráttar í lestri, þrátt fyrir miklar æfingar, þá gæti námskeiðið verið fyrir þig.

Þú þarft ekki að vera kennari eða sérfræðingur í lestri.  Heimalestur er einkanámskeið þar sem foreldrið fær aðgang að upplýsingum og þjálfun, en einnig persónulegan stuðning frá lesblinduráðgjafa sem svarar öllum þeim spurningum sem foreldrið kann að hafa.

Rannsóknir sýna að mikilvægast af öllu er að grípa snemma inn í þá óheillaþróun sem lestrarörðugleikar eru.

Því miður fer allt of mikill tími til spillis í skólakerfinu, vegna þess að allir eru að bíða.  

Foreldrar átti sig ekki á stöðunni og eru ekki dómbærir.  Marga kennara skortir þekkingu á lesblindu til að átta sig á fyrstu merkjunum.

Þegar í óefni er komið getur reynst erfitt að fá aðstoð og óvíst hvor sérkennsla sé í boði, og þá hve mikil eða hve lengi.

Heimalestur er úrræði fyrir foreldra sem vilja tryggja sínu barni bestu mögulegu hjálp, strax.

Námskeiðið er fyrir foreldra sem vill grípa inn í strax, án tafa.  Án þess að vera háður ákvörðunum skólastjórnenda sem hafa bæði úr litlum fjármunum, tíma og úrræðum að spila.

Hvernig fer námskeiðið fram?

Engar áhyggjur, það er engin mætingaskylda.  Heimalestur er vandað fjarnámskeið fyrir foreldra, sem fer þannig fram að foreldrið fær í raun einkakennslu.

Foreldrar hafa flestir meira en nóg á sinni könnu, og það er því kostur að þurfa ekki að mæta á tímafrek námskeið út í bæ.

👉Allt efni á netinu
👉Persónulegur stuðningur og ráðgjöf hjá lesblinduráðgjafa
👉Þú ferð á þínum hraða
👉Engar heimaæfingar eða skilaverkefni
👉Þú vinnur með þínu barni á hraða og tíma sem hentar ykkur

Nánari upplýsingar um fjarnámskeiðið Heimalestur finnur þú hér.



Tags

dyslexia, lesblinda, lesblindugreining, Lesblinduskólinn, lestrarkennsla, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, Lestur


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>