Margir telja sig læra best undir pressu. Oft fylgja þessu vandamál. Margir sem telja sig vinna best undri pressu eiga erfitt með að koma sér að verki og geta því dregist hægt og rólega aftur úr. Ákveðin streita er mjög góð, athyglin eykst og einbeitingin verður skarpari. Þú kemst í ákveðið “stuð” til að ljúka því sem þú ert að gera.
More...
En of mikil streita er beinlínis hættuleg. Jafnvel lítil streita getur haft takmarkandi áhrif á frammistöðu. Þú kannast e.t.v. að geta ekki svarað spurningum á prófi, sem þú mætavel veist svarið við. Eða þá að finna ekki bíllyklana þegar þú ert orðin of sein(n) út úr húsi og hleypur í hringi?
Einföldustu hlutir verða flóknir þegar streitan tekur völdin.
Spenna gerir einmitt þetta, þrengir fókusinn. Sjónsviðið þrengist og hugsanirnar einnig.
Svo hvers vegna ættir þú að stóla á streitu eða spennu, við undirbúning prófa?
Betri einbeiting eða hvað?
Smá spenna er góð. Einbeitingin eykst, hún beinist að smærra svæði! En stundum er nauðsynlegt að sjá hluti í víðara samhengi. Að brjóta heilann! Slökun hefur öfug áhrif. Prófaðu að anda djúpt og láta axlir síga næst þegar þú finnur fyrir spennu. Það hefur undantekningarlaust góð áhrif á minni og eftirtekt.
Af þessum sökum er auðvelt að sjá það að nemanda þarf að líða vel svo hann geti lært.
Nemandinnn þarf að vera “opinn” og móttækilegur fyrir nýjum hlutum. Ef eitthvað ógnar nemandanum (t.d. ótti við að gera mistök, vanmáttarkennd gagnvart verkefninu), þá veldur það spennu sem samstundis og undantekningarlaus dregur úr námsgetu hans.
Nemandi sem er spenntur, æstur, leiður eða reiður er ekki í hugarástandi til að læra.
Undirvitundin skimar umhverfið fyrir ógnunum. Taktu eftir að ég sagði undirvitundin. Ekki meðvitund. Það þýðir að við verðum ekki vör við að hluti heilans vinnur eins og reykskynjari.
Áhrif streitu á vitsmunalega frammistöðu
Hópur manna tók þátt í merkilegri rannsókn sem sýndi fram á ótrúlega virkni í þessu sambandi. Þátttakendum var skipt í 2 hópa sem áttu að leysa þraut sem krafðist einbeitingar.
Verkefnið var einfalt, að finna leið fyrir mús út úr völundarhúsi. Í öðrum hópnum endaði músin á osti (verðlaun), en hinn hópurinn leiddi músina að uglu (ógn). Auðvitað er þetta ekki raunveruleg ógn, en ógn engu að síður. Með því að leysa verkefnið fyrir músina voru þeir að vissu leyti settir í hennar spor. Þeir “tengdust” henni.
Eftir að hafa leyst þetta verkefni fengu hóparnir annað verkefni sem krafðist sköpunargáfu. Þá reynir á að vera slakur og geta látið hugarnn reika, fá hugmyndir.
50% munur á frammistöðu!
Hópurinn sem leiddi músina að uglunni stóð sig mun verr í seinna verkefninu en hinn, það munaði heilum 50% á frammistöðunni! Þetta var fullorðið fólk sem vann saklaust verkefni í öruggu umhverfi.
Það skyldi engan undra hvaða áhrif streita hefur á unga nemendur sem glíma við námsörðugleika hefur á frammistöðu þeirra.
Athugaðu að aldur hefur ekkert með þetta að gera. Hvort nemandinn er í grunnskóla eða háskóla skiptir ekki máli. Heilinn bregst eins við í okkur öllum.
Þannig stendur þú þig best undir pressu
Viltu standa þig vel undir pressu? Viltu komast í gegnum erfið tímabil af öryggi? Það er felst í einu atriði:
Undirbúningur!
Já, því miður 😮 Það kemur ekkert í staðinn fyrir undirbúning.
Þú vilt líklega að flugmaðurinn þinn eða skurðlæknirinn geti staðið sig undir álagi. Hvað þá í neyðartilfellum.
Mikilvægi þess að undirbúa sig vel, kemur hvergi betur fram en einmitt í flugi og heilbrigðisgeiranum.
Hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við í námi?
Best að læra yfir lengra tímabil
Það er ekki skynsamlegt að læra of mikið á of skömmum tíma (e. "crumming"). Afköstin líta efv. út fyrir að vera mikil, en árangurinn er skammvinnur. Við gleymum mestu af því sem við "lærum" fljótlega aftur.
Best er að læra jafnt og þétt. Það situr mjög betur í minninu og meiri tími gefst til upprifjana. Þú minnkar líkur á kvíða og það getur falist mikil áhætta í því að ætla sér að læra of mikið á of skömmum tíma.
Ýmislegt getur komið upp á sem gerir það að verkum að þú hefur ekki þann tíma sem þú reiknaðir með. Niðurstaðan er því sú að til að ná árangri í námi, þá bendir allt til þess að mestur árangur náist með því að vinna jafnt og þétt yfir alla önnina.
Notaðu upprifjunartímann í upprifjanir, ekki til að frumlesa texta sem þú hefur ekki komist yfir áður.
Námstækni fyrir betri árángur
Góð námstækni eða glósutækni er mjög mikilvæg og getur hreinlega skipt sköpum, ekki síst þegar námsálagið eykst. Ólíkt því sem margir halda þá sparar glósutækni tíma, hún minnkar lestrarálag og auðveldar upprifjanir fyrir próf.
Segja má að námstæknin snerti þrjá mikilvæga pósta eða fleti í náminu.
👉Námstækni minnkar lestrarálag og auðveldar nemandanum að finna lykilatriði í texta
👉Námstækni hjálpar þér að glósa með áhrifaríkum og einföldum hætti
👉Síðast en ekki síst þá auðveldar námstækni þér að læra fyrir próf, rifja upp eldra efni og læra það utan að