Þótt heilinn í þér sé frábær - og þú líka - þá eru takmörk fyrir því hvað þú getur lagt á hann. Í framhalds- og háskólanámi getur lestrarálag verið gríðarlegt, og það er ótrúlegt hvað það er sem við ætlumst stundum til af þessu litla 2Kg líffæri sem heilinn er. Skoðum þetta fyrirbæri betur.
Það er ekki að ástæðulausu sem lestur er grundvöllur náms. Að sama skapi eru lestrarörðugleikar nánast ávísun á námsörðugleika því tenginging þar á milli er afar sterk. En getur verið að við stólum of mikið á lesturinn - þegar við lærum - því það er svo auðvelt að lesa aftur?
Heilinn er góður í að fá hugmyndir
Lestur er eitt, en að læra er annað. Nám er í eðli sínu flókið.
1️⃣Við þurfum að meðtaka upplýsingarnar. Við lesum, hlustum eða horfum.
2️⃣Skilningur okkar veltur á því hvernig okkur gengur að setja upplýsingarnar í samhengi
3️⃣Minni okkar er svo annar veikur hlekkur í keðjunni.
Þótt lestur sé í eðli sínu flókinn, sést vel að það er í raun bara lítill hluti námsins.
Að halda skipulega um upplýsingar, er ekki sterkasta hlið heilans
Ef við getum ekki sótt upplýsingarnar aftur, höfum við þá lært eitthvað? Stundum er nóg að muna svörin, en oft þarf skilningur að vera til staðar líka.
Það er ekki það sama að muna hvenær Napóleon fæddist, og að geta útskýrt með eigin orðum hvernig ljóstillívun gengur fyrir sig.
Forðastu þessa glósugildru eins og heitan eldinn🔥
Það skiptir ekki máli hvað þú ert að læra, eða hvort þú sért í framhaldsskóla eða háskóla. Sama lögmálið gildir. Þú verður að gera þér grein fyrir muninum á virku og óvirku námi
👎Óvirkt nám (passive learning)
Óvirkt nám er það þegar heilinn gerir í raun ekkert við upplýsingarnar. Hann bara bíður rólegur og fylgist með. Eins og næturvörður sem bíður eftir því að tíminn líði.
👍Virkt nám (active learning)
Virkt nám er það þegar heilinn tekur fullan þátt í ferlinu. Þetta getur gerst þegar þú tekur þátt í lifandi umræðum um námsefnið, skrifar stutta ritgerð eða býrð til persónulegar glósur.
Virkt nám kallar á að við setjum nýjar upplýsingar í samhengi við gamlar. Virkt nám er erfiðara því það kallar á heilabrot.
"
Thinking is hard. That's why so few do it.
Það er erfitt að hugsa - þess vegna gera það svo fáir
Albert Einstein
Stóra sjálfsblekkingin
Það merkilega er að við teljum okkur oft vera að læra, þegar við erum í raun ekki að gera neitt! Nema kannski lesa, hlusta eða horfa🙄
Þess vegna skiptir námstækni - eða glósutækni - svo miklu máli. Góð námstækni þvingar þig til að nota heilann þegar þú lærir.
Það er sama hvað þú lest oft, hlustar eða horfir, þú ert að taka mikla áhættu ef þú temur þér ekki að læra með virkum hætti. Margir læra svona, fara bara oft yfir sama efnið.
Þessi aðferð (ef aðferð skyldi kalla), er ótrúlega slöpp. Augljósir gallar eru t.d.:
☑️Þetta er ótrúlega tímafrekt
☑️Þetta kallar á mikið lestrarálag
☑️Þetta eykur líkur á prófkvíða
☑️Þetta er þreytandi
☑️Þetta er leiðinlegt
☑️Þetta skilar litlum árangri
Þetta getur vissulega gengið, þegar álagið er lítið. Einn helsti gallinn er sá að þú veist í raun aldrei hvað þú veist - fyrr en á prófinu sjálfu!
Að læra fyrir próf
Ertu virkilega tilbúin(n) að eyða heilli önn í einn eða fleiri áfanga - og láta það ráðast í prófinu hvað þú getur, veist eða skilur?
Væri ekki betra að læra með skilvirkari aðferðum, sem henta heilanum betur? Það getur verið áskorun að "geyma" það sem við lesum. Þess vegna lesa svo margir rétt fyrir próf (upprifjunarlestur)!
Það vekur upp eina spurningu: Ef við gætum geymt það sem við lesum með betri hætti - aukið geymsluþol upplýsinganna - gætum við þá minnkað upprifjunarlesturinn fyrir próf? Jafnvel sleppt honum🤔
Námstækni eða glósutækni?
Námstækni hljómar etv. ekki spennandi, en ávinningurinn er oftast augljós og áþreifanlegur. Góð námstækni einfaldar hlutina, flækir þá ekki og hún fylgir nemandanum út skólagönguna. Hún borgar sig því aftur og aftur.
✅minnka lestrarálag
✅finna lykilatriði í texta
✅rifja upp fyrir próf
✅örva heilann og minnið