April 13

Áttu rétt á endurgreiðslu?

0  comments

Hvort sem þú ert á vinnumarkaði eða ekki, þá gætir þú átt rétt á endurgreiðslu vegna námskeiðskostnaðar.  Betra nám býður upp á nám fyrir fullorðna (Minnistækni og Glósuskólinn), og því ættir þú að kanna rétt þinn til endurgreiðslu.

More...

Ertu á vinnumarkaði?

Stéttarfélög bjóða upp á margskonar styrki, m.a. vegna námskeiðskostnaðar.   Oft nemur endurgreiðslan allt að 90% af kostnaði vegna námskeiðs.

Oftast er nóg að láta greiðslustaðfestingu/reikning fylgja með umsókn, stéttarfélagið þitt gefur þér nánari upplýsingar um það.

Hvernig veit ég í hvaða stéttarfélagi ég er í?

Á launaseðlinum á að koma fram í hvaða séttarfélag þú greiðir félagsgjald. Hafðu í huga að þú getur valið í hvaða stéttarfélag þú greiðir félagsgjöld.

Glósuskólinn er meðal námskeiða sem þú gætir átt möguleika á að fá endurgreitt frá stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun.

Án atvinnu?

Margir vita það ekki en Vinnumálastofnun býður upp á styrki vegna námskeiða, allt að 75% af námskeiðsverði.



Tags

Endurgreiðsla, Námskeiðsstyrkir, Niðurgreiðsla, Stéttarfélög, Umsókn um styrk, Vinnumálastofnun


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>