September 23

Hvers vegna lestrarhraði skiptir máli

Flestir halda að aukinn lestrarhraði skili sér með einföldum og augljósum hætti: °Styttri tími fer í lestur, eða...þú getur lesið meira á skemmri tíma.  Vissulega er það rétt, en ávinningurinn er líka annar, og síst minni.  Meðalhraði er um 200-300 orð á mínútu. Börn lesa að sjálfsögðu hægar. Flestir sem lesa hægt glíma við eitt STÓRT vandamál; þeim gengur illa að muna það sem þeir lesa.

More...

Hugurinn reikar mun meira þegar við gerum eitthvað hægt en þegar við gerum það á hraða, í flæði, á sjálfstýringu.

Chaplin var snillingur í flæði

Ímyndaðu þér hvernig væri að vera á tónleikum þar sem hljómsveitin væri stöðugt að stoppa og stilla hljóðfærin, myndi það ekki skemma upplifunina? Fyndnasti farsi í leikhúsi er auðveldlega eyðilagður ef leikstjórinn væri stöðugt á sviðinu að stoppa leikarana af, og segja þeim að byrja aftur.

Hik stöðvar flæði

Setning myndar heild sem þarf að flæða frá A-Ö. Ef lesturinn flæðir ekki, t.d. vegna þess að við lesum of hægt, þurfum að bakka og byrja aftur eða ruglumst títt, þá “brotnar” flæðið og við náum ekki samhenginu.

Þeir sem glíma við lestrarörðugleika eiga það sameiginlegt að verða fyrir "truflunum" þegar þeir lesa.  Þetta veldur hikandi og höktandi lestri.  Stafaruglingur brýtur niður allt flæði, og orð sem lesandinn hnýtur um gera það líka.

Lesturinn nær því ekki að verða sjálfvirkur.

Læs nemandi getur lesið án þess að hugsa.  Hann les á sjálfstýringu.  Athygli hans er því ekki upptekin af lestrartækninni sjálfri, heldur innihaldinu.  Lesskilningur er því oftast mun betri þegar lesturinn sjálfur nær að verða sjálfvirkur.

Lesfimi er inngrip fyrir foreldra barna sem glíma við lestrarörðugleika og er sniðið að þörfum þeirra sem vilja taka lestrarnámið fastari tökum heima.

Ef heimalesturinn gengur ekki vel, þrátt fyrir margra mánaða, jafnvel margra ára streð, má reikna með því að meiri heimalestur sé etv. ekki besta leiðin til að ná tökum á lestrinum.

Því lestrarörðugleikar lagast sjaldnast af sjálfu sér.  Æfingin skapar jú meistarann, en ekki alltaf.  Stundum er "meira" ekki nóg.

Ef "meira" væri nóg, þá væru lestrarörðugleikar úr sögunni hjá flestum.

Leshraði skiptir ekki endilega máli hraðans vegna, heldur má snúa þessu á hvolf og segja að hægur lestur sé sterk vísbending um að eitthvað undirliggjandi sé að hamla framförum í lestrinum.

Lesfimi gengur út á það að hjálpa foreldrinu að verða betri stuðningsaðili.  Barnið sjálft græðir margfalt á því þegar foreldrið leiðbeininir með mildari leiðum og notar aðferðir sem barnið fær ekki í skólanum og henta því líklega betur að auki.Tags

dyslexia, lesblinda, lesblindugreining, lestrarkennsla, lestrarörðugleikar


You may also like

7 algeng einkenni lesblindu

7 algeng einkenni lesblindu
{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}

Subscribe to our newsletter now!

Viltu bæta lesturinn?

Gengur lestrarnámið hægt?

  • Lestrarþjálfun fyrir 1.-4. bekk
  • Skráðu þig og við sendum þér nánari upplýsingar