April 5

Þannig bætir þú lesturinn

0  comments

Sem foreldri viltu klárlega sjá barninu þínu vegna vel í lestri.  Hér skoðum hvað getur valdið því að lestrarnámið gengur ekki sem skyldi, og hvað þarf að breytast eigi barnið að ná góðum tökum á lestri.

More...

Við höfum áður skoðað hvaða gildi hiklaus stafanefning hefur á lestrartæknina.  Hiklaust viðbragð getur sagt okkur mikið til um það, hvort djúpstæðari erfiðleikar liggja að baki hægum lestri.

Allt í graut?

Gangi stafainnlögn, vel ná flest börn tökum á lestri með því að beita hljóðaaðferð.  Hljóðaaðferð byggir á því að tengja saman hljóð stafanna, því barnið þekkir orðmyndina ekki nógu vel til að lesa orðið sem heild.

Með tímanum byggist þessi sjónræni orðaforði upp, og orðunum fjölgar hratt sem barnið þekkir með því einu að horfa á þau.  Á þessum tímapunkti hefur undirvitundin tekið yfir ef svo má segja, barnið ber kennsl á orðið hvort sem því líkar betur eða verr.  Þú getur ekki horft á orð eins og "hús" og EKKI lesið það, er það?.

En þetta á alls ekki við um öll börn!

Vandinn við að þjálfa lestur með bóklestri einum saman er að þá ægir öllu saman í einn graut.

  • Þekkir barnið orðið?  
  • Skilur það hugtakið?  
  • Ruglast það e.t.v. á stöfum?
  • Nær það samhenginu?
  • Eru augnhreyfingar þjálfaðar, hoppar það yfir orð, jafnvel línur?
  • Er úthaldið lítið því framheilinn er á yfirsnúningi við að leysa úr ritmálinu (fremur en undirvitundin sem gerir þetta áreynslulaust)?

Út á braut með þig!

Fáum golfkennurum myndi detta það í hug að taka nemanda og kenna honum allt í einu.

Ýta honum út á braut án þess að kenna honum reglurnar - og skrá hann i mót á sama tíma!

Hvers vegna er þá algengasta úrræðið við lestrarvanda að lesa bara meira? Opna bók og þrælast í gegnum textann? Og hvernig hefur það gengið hingað til?

Nei, er ekki skynsamlegra að kenna sérstaklega hvernig skal halda á kylfunni?  Hvernig skal standa? Hvernig skal sveifla?  Baksveiflan fyrst, og framsveiflan svo? Ég tek það fram að ég er hvorki golfkennari né golfspilari, en einhvern veginn svona er þetta.  Og hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um lestrarþjálfun?

Heilbrigð skynsemi

Lesum hraðar þjálfunin inniheldur sérstakar æfingar þar sem áherslan er á flæðið sjálft, rennslið.

Hér þjálfast barnið í því að nota jaðarsjónina til að öðlast tilfinningu fyrir "næsta" orði í setningunni.  Hraðinn er birtur í rauntíma og árangurinn sést svart á hvítu þegar textinn er lesinn aftur.

Lesum hraðar auðveldar þannig barninu að ná tökum á lestrartækninni, skref fyrir skref!  Í starfi mínu við lestrarráðgjöf í gegnum árinu hefur alltaf reynst árangursríkast að leysa lestrarvandann eitt skref í einu.

Finna það sem er að - og laga það!

Nemandinn fer á sínum hraða í gegnum æfinguna og endurtekur eins ogt og þurfa þykir.  Viðbragðið sést á skjánum svo nemandinn sér hvernig honum miðar áfram.

Í lok hverrar umferðar sér nemandinn á skjá hvernig honum gekk en endurgjöf er mikilvæg því hún örvar og hvetur nemandann til dáða.

Forritið gefur svo til kynna hvort endurtakaþurfi æfinguna eða hvort tími sé kominn á að halda áfram í næsta borð.

Ef þér finnst lestrarnámið ekki gagna nógu vel hjá þínu barni (oftast í 1.-4. bekk), þá gæti Lesum hraðar breytt miklu fyrir ykkur.


Tags

dyslexia, hægur lestur, lesblinda, lesblindugreining, lesflæði, leshraði, lestrarhraði, lestrarþjálfun, Lestur


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>