Lesum hraðar þjálfunin byggir á lykilæfingum sem skipta miklu máli þegar grunnurinn að lestrartækninni er lagður. En samræmast æfingarnar kenningum sérfræðinga? Og með hverju mæla þeir?
More...
Fyrir nokkur sat ég fyrirlestur um stærðfræði og nám, með einum af okkar færustu vísindamönnum á þessu sviði.
Hermundur Sigmundsson er prófessor í sálfræði við Norska tækni -og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík, og hefur hann rannsakað það hvernig við lærum.
Í stuttu máli; hvað virkar og hvað virkar ekki - þegar kemur að námi.
Hermundur hefur einnig látið að sér kveða varðandi skólamál á Íslandi, einkum lestrar og stærðfræðikennslu. Í grein sinni "Læsi til framtíðar" fjallar hann m.a. um hvað það er sem skiptir sköpum, þegar kemur að því að ná árangri í lestri.
Lesum hraðar lestrarþjálfunin
Betra nám hefur um árabil haldið úti lestrarþjálfunarnámskeiðinu Lesum hraðar, en það byggir á stuttum snerpuæfingum sem auka sjálfvirkni og flæði í lestri.
En styðja kenningar fræðimanna við Lesum hraðar þjálfunina? Er hún líkleg til árangurs skv. því, eða er hún kannski á skjön við ráðleggingar sérfræðinga?
Eftir að hafa kennt lestur og leiðbeint á lesblindunámskeiðum um árabil, fannst mér eitthvað vanta í lestrarþjálfunina. Mér fannst vanta verkfæri fyrir foreldra, til að leiðbeina börnum sínum heima.
Lesblindunámskeiðin (Davis námskeið) voru góð og gild, en þau voru unnin maður á mann, voru kostnaðarsöm og tímafrek. Eftirvinnan heima gat verið snúin og hægfara.
Hefðbundinn heimalestur skilar oft litlum árangri fyrir minn nemendahóp. Foreldrar eru óöruggir, vita ekki hvernig þeir eiga að leiðbeina börnum sínum, eða hvort þeir væru yfirhöfuð að gera nokkuð rétt.
Heimalesturinn einkennist oft af leiðindum og þrasi, reynir mikið á bæði barn og foreldri, og skilar oft litlum sem engum árangri.
Lesum hraðar er öðruvísi
Lesum hraðar er þjálfunarnámskeið, sem leiðir nemandann í gegnum mikilvæg skref lestrarþjálfunarinnar heima.
Ekki er þörf á einkakennara eða einkatímum. Æfingarnar fara fram í snjallsíma eða spjaldtölvu, en henta vel samhliða hefðbundnum heimalestri.
Þjálfunin skilar sér í betra viðbragði og meiri sjálfvirkni. Það þýðir að nemandinn þarf síður að brjóta heilann, þegar hann les.
Þegar bókstafir eða orð virka framandi eða trufla nemandann, þá hægir það á lesflæðinu. Með því að mæla viðbragðið sjást framfarirnar strax: Styttra viðbragð er merki um aukna sjálfvirkni sem skilar sér í liprari og betri lestri.
Foreldrarnir eru ánægðir, en hvað segja sérfræðingarnir?
Bara eftir 3-4 vikur erum við farin að sjá mjög mikinn mun, hann er farinn að lesa miklu hraðar, öruggar, nota sjónminnið.
Við erum mjög ánægð, við sendum eina fyrirspurn sem við fengum svar við strax og þjónustan er frábær 👍
Adda Birna
Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Árangurinn var áþreifanlegur eftir Lesum hraðar námskeiðið!
Sigrún Bjarnadóttir
Við byrjuðum að nota Lesum hraðar um haustið í 3. bekk og sáum miklar framfarir og hann fann það sjálfur. Þetta skilað góðum árangri og við fundum hraðann og öryggið aukast. Hann bætti sig ótrúlega mikið og fékk svo verðlaun við skólaslit fyrir mestar framfarir í lestri í bekknum sínum.
Foreldri drengs í 3.bekk
Þða er gaman að bera kenningar og ráðleggingar dr. Hermunds við uppbyggingu Lesum hraðar námskeiðsins. Ég vil þó taka fram að Hermundur tengist Lesum hraðar ekki með neinu móti, heldur er ég að skoða ráðleggingar hans og fræðimanna sem hann þekkir og vísar í, við hugmyndafræðina að baki Lesum hraðar.
Hermundur Sigmundsson er ekki einn á báti hvað varðar skoðanir sínar, eftir að hafa ráðfært sig við helstu sérfræðinga í lestrarmálum í Evrópu má draga þessi lykilatriði út:
- Líkleg ástæða þess að Ísland stendur illa í samanburði við önnur lönd í lestri, kann vera sú að við gefum lestrarþjálfun ekki nægan gaum.
Lesum hraðar æfingarnar taka stuttan tíma í hvert sinn. Tilgangurinn er að minnka mótþróa og auka líkur á að daglegar æfingar festi sig í sessi. Mikilvægara er að lesa oft og stutt en lengur og sjaldnar. - Árangur byggir á þjálfun. Rannsóknir sýna a sérhæfð þjálfun byggir upp net af taugafrumum, eða nokkurs konar "snaga".
Lesum hraðar byggir á hárri æfingatíðni, þar sem sama æfingasettið er þjálfað þar til viðbragðið verður sjálfvirkt. - Í upphafi skal leggja áherslu á stafaþjálfun, nemandinn skal kunna heiti og hljóð stafanna.
Grunnæfingar Lesum hraðar byggja á stafaþjálfun, þar sem stafaruglingi er eytt. - Mikilvægt er að þjálfa lestur stuttra orða fyrst (2 stafir), og lengja svo orðin eftir því sem færnin eykst.
Lesum hraðar inniheldur orðasafn með sérvöldum orðum sem hafa háa birtingartíðni í texta. Orðin er þjálfuð eftir lengd, styðstu orðin fyrst. Það auðveldar sjónminninu að læra orðmyndina. - Skapa skal áhuga með fjölbreyttu lesefni sem hentar einstaklingnum, leggja skal áherslu á lestrarfærni fremur en leshraða.
Lesum hraðar þjálfar augnhreyfingar og flæði, og gefur nemandanum val um efni úr vinsælum bókum. Þannig má vekja áhuga barnsins á viðkomandi bók.
Af þessu má sjá að þótt Lesum hraðar sé að mörgu leyti einstakt þjálfunarnámskeið í lestri, þá fylgir það í grunninn ráðleggingum sérfræðinga.