February 22

Hvers vegna lestrarþjálfun?

0  comments

Hvenær þarf sérstaka lestrarþjálfun samhliða heimalestri og hvenær ekki?  Hentar slík þjálfun öllum byrjendum eða bara þeim sem standa illa að vígi?  Þarf barnið að vera lesblint til að njóta góðs af slíkri þjálfun?

More...

Um árabil vann ég mikið, og nánast eingöngu, með verst settu lesendunum.  Þessi hópur átti mjög erfitt uppdráttar í skóla, og námi yfirhöfuð.

Lesum hraðar (nánar hér) þjálfunin verður til þar sem mér fannst vanta verkfæri fyrir foreldra, til að þjálfa börn sín heima, bæði skipulega og faglega.

Ég heyrði alltaf sömu sögurnar.  Foreldrar voru ráðvilltir, vissu ekki hvað þeir áttu að gera þegar lesturinn gekk illa.  Eina hvatningin frá skólanum fólst í skilaboðum um að lesa meira.

Fyrir marga nemendur er vonlaust að lesa meira. Úthaldið og áhuginn er oft ekki til staðar og allra síst eftir langan skóladag....og árangurinn eftir því.

Nemendur sem komu til mín á námskeið voru oftast í 5.-10. bekk, og með lesblindugreiningu.  Þeir voru komnir upp að vegg í lestrarnáminu sjálfu, og farnir að dragast aftur úr í öðru námi vegna lestrarörðugleika.

Einkenni lestrarörðugleika

Það sem mér fannst súrt að vita, var að það lá oftast beint við mörgum árum fyrr hvert stefndi.  Þessi hópur nemenda átti svipaða sögu:

  • Margir voru seinir til máls
  • Rugluðust lengi á ýmsum bókstöfum
  • Áttu erfitt með að byggja upp sjónrænan orðaforða og festust því í hljóðun (lásu frá staf-til-stafs)
  • Öll orkan fór í lesturinn, svo lítið var eftir fyrir skilning
  • Lestrarúthald var lítið

Lesum hraðar námskeiðinu er hugsað fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þurfa hjálp eða gengur illa að ná tökum á lestri.

Þjálfunarnámskeiðið skiptist í tvo hluta, viðbragðsæfingar og lesæfingar.

Viðbragðsæfingarnar auka snerpu og sjálfvirkni og hafa m.a. það hlutverk að finna og eyða stafaruglingi.

Stafaruglingur hamlar framförum í lestri og því er mikilvægt að uppræta hann eins fljótt og mögulegt er.

Snerpuæfingarnar eru einnig notaðar til að byggja upp sjónrænan orðaforða sem skilar sér með tímanum í betri lestri og meira lestrarúthaldi hjá barninu.

Lesæfingarnar eru annars konar.  Þetta er samfelldur texti sem þjálfar "forspá".  Í því felst að þjálfa nemandann í því að spá fyrir næsta orð í setningu.  Þessi æfing þjálfar algeng orðasambönd og augnhreyfingar.

Þótt æfingarnar taki stuttan tíma í senn (5-10 mínútur á dag), vildi ég hafa æfingaefnið skemmtilegt, fremur en innihaldslausa léttlestrartexta sem flest börn eru búin að fá nóg af eftir fyrsta vetur í skóla.

Æfingarnar bæta þannig viðbragð og snerpu, sem leiðir smám saman af sér sjálfvirkni hjá nemandanum.  

Æfingaforrit námskeiðsins mælir viðbragð nemandans og því fær hann endurgjöf eftir hverja umferð sem hvetur nemandann til dáða.

Barnabókahöfundar mæta til leiks

Það lá því beint við að hafa samband við snillinginn Ævar Þór Benediktsson, betur þekktan sem Ævar vísindamann.  Og þá rann upp fyrir mér, hvernig á ég að fá rithöfunda og útgefendur þeirra til að leggja til höfundarréttarvarið efni í lestrarnámskeið eins og Lesum hraðar?

Spurningin svaraði sér sjálf.

Sá hópur sem glímir við erfiðleika í lestri við upphaf skólagöngu, svo ekki sé minnst á eftir 4-5 ár í skóla, er að miklu leyti undir "radarnum".

Þessi hópur er ekki líklegur til að lesa sér til gamans síðar meir, hann mun einfaldlega eiga of erfitt með það.

Svo dvínar áhuginn.  Og þá eru góð ráð dýr.

Þessir krakkar eiga eftir að fara á mis við ævintýrabækurnar hans Ævars, Harry Potter, og allar hinar frábæru barna- og unglingabækur sem í boði eru ef ekkert er að gert.  

Þarna myndast gat, þar sem lítið framboð er af lesefni sem brúar bilið milli léttestrarbóka og þeirra sem gera kröfu um meiri lestrarfærni en þessir krakkar hafa náð.

Fljótlega bættust fleiri á vagninn, David Walliams, Birgitta Haukdal, Ingibjörg Vals ofl. ásamt útgefendum og eiga allir þessir aðilar hrós og heiður skilinn fyrir þeirra framlag.  Allir sem ég hef talað við hafa gripið boltann á lofti og ekki hikað við að vera með.

Það er því lykilatriði að grípa snemma inn í, eins og reynt er að gera í skólakerfinu.  En hverju breytir Lesum hraðar?  Er ekki bara nóg að lesa heima?  Ekki alltaf, augljóslega væri ekki jafn stór hópur að glíma við lestrarörðugleika ef hreinn lestur væri nóg.  Líklega lenda um 20% nemenda í erfiðleikum, jafnvel fleiri.

Kosturinn við Lesum hraðar þjálfunina er að hún styður svo vel við heimalesturinn, án þess að eyða þurfi sérstaklega miklum aukatíma í æfingarnar.

Æfingarnar taka stuttan tíma og eru markvissar.  Þannig næst mikil endurtekning sem er mikilvægt þegar nemandinn hefur lítið úthald.  Svo ekki sé minnst á ef hann á líka erfitt með einbeitingu.

Ég ákvað strax að hvert æfingaborð væri stutt, í þeim tilgangi að ofhlaða ekki vinnsluminni nemandans.

Einbeitt, endurtekin æfing skilar sér hraðar og betur en langar, hægar æfingar sbr. heimalestur.

Lesum hraðar er heilsteypt æfingakerfi í lestri.  Skref fyrir skref leiðir það nemandann í gegnum æfingaborðin sem auka snerpu, úthald og sjálfvirkni.  Stuttur æfingatími auðveldar nemandanum að halda athygli og raunverulega fá eitthvað út úr æfingunni.

Endurtekningin sér til þess að viðbragðið styrkist og batnar með hverri umferð.


Tags

dyslexia, lesblinda, lestrarkennsla, lestrarörðugleikar, lestrarþjálfun, lesum hraðar


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>