Vertu þolinmóð og gefðu hlutunum tíma. Þannig manstu betur – þegar á reynir – hvers vegna þú ákvaðst upphaflega að byrja, en það getur auðveldlega gleymst þegar álagið eykst.
More...
Það verður líka auðveldara að sjá hlutina í réttu ljósi og átta sig á því að þetta er ekki spurning um líf eða dauða, heldur oftast einhver fyrirstaða sem hægt er að komast yfir.
Án þolinmæði verður sama fyrirstaða meiriháttar vandamál sem ræsir neyðarsendinn í höfðinu á þér.
Þolinmæðin kostar ekki neitt
Það koma lægðir í öllu, við vitum það.
Það koma tímar þar sem vinnan eða námið virðist ekki þess virði.
Haltu ró þinni þegar á reynir og haltu áfram.
Oft felast stærstu mistökin í því að gefast upp. Fyrirhöfnin að byrja á einhverju, að gera ráðstafanir og taka ákvörðun – það er mesta málið.
Gleymdu ekki hvers vegna þú byrjaðir.
Eftir það er þetta spurning um úthald og seiglu. Að gera meira af því sem vinnur með manni og minna af því sem gerir ógagn.
Því allt hefur afleiðingar, allt. Það sem þú velur að gera í dag hefur áhrif á morgundaginn.
Dagurinn í dag er afkvæmi gærdagsins í þessum skilningi.
Það getur því verið gott að rýna stöku sinnum í það hvað það er sem maður gerir frá degi til dags. Og gera meira af því sem er líklegt til að framkalla góða útkomu. Því það er mjög auðvelt að fara í gegnum daginn af gömlum vana. Þægileg,
En getur verið varasamt. Vaninn auðveldar hluti.
Því það kostar mun minni orku að halda flugvél á lofti en að koma henni á loft. Þess vegna er mun auðveldara að halda áfram að gera hlutina með gamla laginu en að tileinka sér nýja hluti, nýja hegðun, nýjan lífsstíl, nýtt sjónarhorn.
Hlutirnir taka tíma að síast inn. Veldu því vel hvað þú gerir. Hegðunin verður að ávana hvort sem þú ert meðvituð um það eður ei.
En ef þú gefst auðveldlega upp muntu sífellt vera á byrjunarreit. Þð er mjög dýr og þreytandi staður að vera á.
Veldu þína vana vel, þeir auðvelda námið þegar uppi er staðið.