Stafaruglingur gerir oft vart við sig við upphaf lestrarnáms. Stafaruglingur er slæmur því hann hægir á framförum og gerir lestrarnámið þyngra fyrir barnið. Hér skoðum við hvers vegna þetta gerist og möguleg úrræði.
More...
Hvað sér nemandinn?
Ef þú átt barn sem á erfitt með að læra suma stafi, þá veistu líklega að þetta á bara við um tiltekna stafi, fremur en alla. Hvort sem lesblinda er í spilinu eða ekki, þá sýna mörg börn lesblindueinkenni framan af, en með tímanum og markvissri þjálfun hverfur ruglingurinn oftast.
Einkenni ruglings birtast með mismunandi hætti. Stundum hik, óöryggi, ágiskanir eða jafnvel pirringur.
En hvað veldur því að sumir stafir reynast svona erfiðir? Ástæðan er oftast sú sama: ÓVISSA eða óvissuástand í huganum.
Dæmi um það sem nemandinn upplifir þegar hann horfir á staf:
- Stafir gætu snúið vitlaust eða speglast
- Bókstafir virðast hreyfast eða titra
- Erfitt er að sjá muninn á formlíkum stöfum, svo sem "o", "e" og "c".
- Stafir sem líta eins út en snúa öðruvísi, valda ruglingi: "b",d,",p" og "q".
- Stafirnir gætu virst vera skakkir og óreglulegir í útliti
- Heil stafaröð eða orð gæti birst afturábak í huga nemandans; "mús" gæti birst sem "súm"
Alfeiðingar stafaruglings
Þar sem lestur er kenndur með hljóðaaðferð (hljóð stafanna eru tengd saman), þá skiptir öllu máli að barnið geti þekkt stafina áreynslu- og fyrirhafnarlaust.
Nemandi sem þekkir ekki útlit orðs, lendir í vandræðum ef einstaka stafir reynast erfiðir.
Í stuttu máli þá hægir stafaruglingur á framförum því orka og athygli barnsins fer í að glíma við stafaóvissu.
Þetta er þreytandi og minnkar úthald og ánægju barnsins af lestrarnáminu.
Barni sem upplifir sterk óvissuviðbrögð á það til að iða bókstaflega í sætinu meðan það les. Ef stafaruglingur er til staðar hjá þínu barni þá er full ástæða til að takast á við hann með marvissum hætti,
Hvað er til ráða?
Stafaspjöld eru ein leið til að þjálfa barnið í stöfunum. Einnig er hægt að hafa opna bók með góðu letri og benda handahófskennt á bókstafi og biðja barnið um að nefna stafinn sem bent er á. Þessar æfingar má gera á undan heimalestri. Gallinn er sá að þetta getur verið ómarkvisst og framkvæmdin handahófskennd.
Ef æfingarnar eru handahófskenndar, verður árangurinn það líka.
Lesum hraðar lestrarþjálfunin þjálfar lesturinn stig fyrir stig. Þannig er byrjað á stafaþjálfun og svo er haldið áfram koll af kolli.
Stafrófið er brotið upp í 6 borð sem innihalda 6 bókstafi hvert. Þetta gerir okkur kleift að stytta æfingatímann um leið og við aukum endurtekninguna sem er nauðsynlegt til að ná árangri.
Þjálfunin er byggð upp með það í huga að henta börnum sem gengur hægt eða illa að ná tökum á lestri fyrstu námsárin.
Þessi markvissa þjálfun er líklegri til að skila árangri á mun skemmri tíma en annars væri mögulegt með hefðbundnum eða ómarkvissu inngripi þar sem enginn sérstakur þáttur lestrartækninnar er í forgrunni.
Ég nefndi í byrjun að óvissa væri ástæða þess að nemandinn hikar, ruglast eða giskar. Aðeins eitt leysir það vandamál: Fullvissa.
Markmið hvers æfingaborðs er að þjálfa nemandann svo vel að viðbragðið verði sjálfvirkt. Það þýðir að hann þarf í raun ekki að hugsa þegar hann sér bókstaf, hann ber kennsl á stafinn án þess að hugsa meðvitað.
Endurgjöf í lok hverrar umferðar eykur árangurinn og hvetur nemandann til áframhaldandi árangurs.
Myndin sýnir meðalhraða í gegnum borðið og viðbragðið hverju sinni. Þetta auðveldar líka foreldri og barni að sjá hvenær ásættanlegum árangri hefur verið náð og tími er kominn til að halda áfram í næsta borð.