February 3

Einkakennsla í stærðfræði?

0  comments

Fá fög valda jafn stórum hópi jafn miklum erfiðleikum og stærðfræði.  Eins mikilvæg og notadrjúg hún er (jafnvel í daglegu lífi), þá er eins og stór hluti nemenda tengi ekki við það sem fram fer í kennslustofunni.  Eftirspurn eftir einkakennslu og stærðfræðiaðstoð er stöðug.  Víða á landsbyggðinni er minna um úrræði en á höfuðborgarsvæðinu og því eru góð ráð dýr.  Eða hvað?

More...

Til að geta lært stærðfræði er æskilegt að hafa þokkalega góð tök á þessum þáttum:

  1. Hugtakaskilningur: Hvað hugtökin þýða, s.s. “námundun” og “blandnar tölur”
  2. Grunnaðgerðir og hugarreikningur: Að geta unnið með grunnstærðir í huganum, lagt saman, margfaldað osfrv.
  3. Aðferðafræði: Að vita hvaða aðferð skal beita til að leysa tiltekin dæmi.  Hvað skal gera fyrst og hvað svo.

Það er ótrúlega algengt að nemendur sem glíma við erfiðleika í stærðfræði og leita eftir stærðfræðiaðstoð eigi erfitt með einn eða fleiri ofangreindra þátta.

Myndræn hugsun

Margir nemendur eiga auðvelt með að sjá hluti fyrir sér.  Þeir “horfa” á hugsanir sínar og gengur yfirleitt vel í verklegum eða skapandi greinum.  Þessi hópur skilur vel hugtök sem eru myndræn en á að sama skapi oft erfitt með hugtök sem eru ómyndræn.

Ómyndræn hugtök eru t.d. nöfn og ártöl, orðflokkar (s.s. “atviksorð”) og stærðfræðihugtök (“óræð” tala).

Þessi eiginleiki nýtist nemandanum vel í verklegum greinum en getur komið honum í koll í fögum eins og íslensku og stærðfræði.

Almenn brot OG ALGEBRA

Almenn brot eru einn mikilvægasti hlutinn í stærðfræðikennslu grunnskóla.  Það sést vel á því að þau eru viðfangsefni nemenda frá 4. upp í 10. bekk.

Ekki nóg með það, þau eru einnig hluti af Stæ 102, sem er fyrsti áfangi í framhaldsskóla.

Mjög margir þurfa á viðbótarkennslu og aðstoð að halda, s.s. í formi einkakennslu eða stærðfræðiaðstoðar, og hana þarf oftar en ekki að sækja út fyrir skólann.  Fyrir marga kemur ekkert í staðinn fyrir maður-á-mann kennslu en fyrir marga er nóg að fá heildrænar útskýringar á mannamáli .

Stærðfræðin verður sífellt mikilvægari þar sem atvinnulíf tekur stöðugt breytingum og síðustu ár hefur atvinnulífið kallað sáran eftir sérfræðimenntuðu fólki, s.s. á sviði verk- og tölvunarfræði. Það er því ljóst að þörfin á stærðfræðiaðstoð er alls ekki að minnka, þvert á móti.

Sérfræðingar

Einkakennsla í formi fjarnámskeiðs

Námskeiðið er spjaldtölvuvænt

Betra nám býður upp á vandað fjarnámskeiðs í almennum brotum og algebru.  Markmiðið er að bjóða upp á nýja nálgun þar sem nemandinn er leiddur í gegnum námsefnið skref fyrir skref.

Þess er gætt að efnið verði ekki yfirþyrmandi og er stór hluti námskeiðsins á myndrænu formi (vídeó).


Tags

algebra, Allt um Almenn brot og algebru, almenn brot, einkakennsla, stærðfræðinámskeið


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>