Ákveðin togstreyta ríkir á milli fjarnámskeiða og staðarnámskeiða, enda um nokkuð ólíka kosti að ræða. E.t.v. ert þú enn þeirrar skoðunar að ekkert komi í staðinn fyrir kennara, standandi fyrir framan töfluna með krítina í hendi. Ef svo er þá ertu að fara á mis við gríðarleg tækifæri sem felast í fjarnámi (sjálfsnámi).
Tækifæri sem hvorki þú né barnið þitt ættuð að láta fram hjá ykkur fara.
More...
Að sjálfsögðu kemur annað kennsluformið ekki fullkomlega í stað hins. En þau mynda fullkomið par.
Betra nám býður upp á úrval vandaðra fjarnámskeiða, þar sem markmiðið er að styðja við námsgetu og hæfni nemandans. Þetta er m.ö.o. sjálfsnám þar sem nemandinn axlar ábyrgð á eigin námi og hefur sín markmið á hreinu.
Eitt námskeiðið er fjarnámskeiðið Allt um almenn brot og algebr sem er sniðið að þörfum nemenda í 7.-10. bekk.
Kostir fjarnámskeiða
Hagkvæm
Fjarnámskeið eru hagkvæmur kostur og oftast mun ódýrari en staðarnám, ekki síst einkakennslu þegar litið er til sér úrræða.
Enginn ferðakostnaður
Ferðakostnaður er alltaf umtalsverður, hvort sem litið er til ferðatímans eða beins kostnaðar eins og bensíns.
Góð nýting á tíma
Enginn tími (né kostnaður) fer í ferðalög og því skiptir búseta ekki máli. Hver sem er getur því lært hvað sem er. Nemandinn getur lært þegar honum hentar og er ekki bundinn við tiltekinn stað né tíma. Hann getur því aðlagað námið að eigin þörfum og síðast en ekki síst, þá getur hann lært á hraða sem honum hentar.
Góð nýting á tækni
Fjarnámskeið nýta sér oftast tæknina mun betur þar sem lítið er um bækur. Kennslumyndbönd eru algeng og hentar það form mörgum mun betur en bækur. Mörgum nemendum finnst auðveldara að halda athygli þegar um mynd og hljóð er að ræða heldur en þögla kennslubókina. Spjaldtölvubyltingin hefur fært fjarnámskeiðin enn nær notandanum svo ekki sé minnst á snjallsímana.
Upprifjanir einfaldar
Fjarnámskeið gera nemandanum kleift að horfa og hlusta á efnið eins oft og þurfa þykir. Því er sjaldnast að heilsa í staðarnámi þar sem kennarinn er bundinn af því að hjálpa öðrum auk þess sem hann þarf að komast yfir kennsluefnið og fylgja námsskrá.
Byltingin er hafin!
Það er ekki nokkur vafi á því að skólakerfið eins og við þekkjum það stendur á ákveðnum tímamótum. Ör tækniþróun undanfarinna ára hefur margfaldað möguleika fólks til náms og nú er svo komið að það er í raun engin ástæða til að læra ekki það sem mann dreymir um. Hvort sem um er að ræða tungumál eða stærðfræði.
Nú getur hvaða nemandi sem er haft aðgang að vönduðu efni í gegnum símann sinn. Efni sem áður var bæði dýrt og erfitt að nálgast. Okkar markmið er að bjóða upp á vönduð stuðningsnámskeið sem gera nemendum kleift að komast úr fallhættu án þess að þurfa að kosta til þess miklum fjármunum eða með flókinni fyrifhöfn.