.st0{fill:#FFFFFF;}

Enn óviss 6

Enn óviss? Spurt og svarað um námskeiðin

 March 30, 2016

By  john

Hvernig er hægt að læra að tala og skilja tungumál á svo skömmum tíma? Og það án bóka?

Þér var sagt að málfræði væri undirstaða tungumálanáms. Er það rangt?
Nei, ekki þannig lagað. Misskilningurinn liggur í því að okkur er kennt að við lærum málfræði úr bókum. Það er rangt. Við lærum málfræði með hlustun. Þriggja ára barn fallbeygir þegar það talar. Það notar eintölu og fleirtölu, jafnvel nútíð og þátíð. Þriggja ára barn kann málfræði, en veit bara ekki hvað hlutirnir heita! Hver er að hugsa um “núliðna tíð” eða “þáliðna tíð” þegar hann talar?
Að læra málfræðireglur utanbókar hjálpar okkur ekki að tala og skilja tungumál!

Hvernig er hægt lært tungumál án orðabókanna?
Orðabækur eru ágætar til uppflettingar. Á einstökum hugtökum. En ekki sem tæki til að læra tungumál.
Með því að hlusta lærum við setningar og málvenjur, orðatiltæki. Orðabókarvinna er gríðarlega tímafrek, auk þess sem allmargir kunna ekki stafrófið nægilega vel til að nota orðabækur með skilvirkum hætti.
Að læra einstök orð utanbókar hjálpar okkur ekki að tala og skilja tungumál!

Hver er náttúrulega leiðin við að læra tungumál?
Barn byrjar að tala eigið móðurmál eftir að hafa hlustað í u.þ.b. 2 ár. Ritun og lestur hefst um 6 ára aldurinn. Málfræði þegar barnið er um 9 ára gamalt.

Röðin er semsagt: Hlustun, tal, lestur og málfræði. Ekki öfugt!
Er nema furða að ekkert gangi?
Að læra afturábak hjálpar okkur ekki að tala og skilja tungumál!

Að eitthvað sé tímafrekt þýðir ekki að það sé mikilvægt
Þetta kann að þykja óþægilegt. Hefðbundin tungumálakennsla styðst við skriflegar æfingar að mestu leyti. Kennslustundir er að mestu leyti varið í skriflegar æfingar, að lesa eða skrifa.

Þetta fyrirkomulag gerir kennara kleift að meta árangur út frá einkunnum. Þetta er mælanlegt. En góð eða slæm einkunn hefur ekkert með það að gera hvernig nemandanum gengur að tala og skilja tungumálið.

Hvert er markmiðið tungumálanáms? Að skrifa og skilja ritað mál eða að geta tjáð sig?

john


Your Signature

related posts:




Leave a Reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}

Get in touch