BETRA NÁM

 

Fátt skiptir okkur meira máli en framtíð barnanna okkar. Námsörðugleikar skerða möguleika þúsunda barna. Ef þitt barn þarf hjálp í lestri eða stærðfræði þá eigum við samleið.

 
LEIÐIR
 

Lestur

Lesum hraðar er einstök lestrarþjálfun fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem lesa hægt eða þurfa hjálp.

Reikningur

Reiknum hraðar hentar nemendum í 3.-6. bekk sem reikna á fingrum eða eiga erfitt með að læra margföldun.

Stærðfræði

Allt um almenn brot og algebru er vandað námskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem standa tæpt eða hafa dregist aftur úr.

Námsörðugleikar?

Einbeitingarskortur, lesblinda, athyglisbrestur eða reikniblinda hafa neikvæð áhrif á námsárangur.  Þótt greining liggi sjaldnast fyrir fyrr en í 4. bekk þá leyna erfiðleikarnir sér ekki.

  • Fer lestrarnámið illa af stað?
  • Er hugarreikningur erfiður eða er reiknað á fingrum?
  • Gengur "flóknari" stærðfræði illa?

Lausnir

Betra nám býður upp á einfaldar og hagkvæmar leiðir sem eru hannaðar til að skila árangri með skömmum æfingatíma.  Við vitum að árangur kostar vinnu, og þess vegna skiptir miklu máli að vita hvað skal gera.

  • Gengur lesturinn illa »
  • Er hugarreikningur erfiður og reiknað á fingrum »
  • Þarftu hjálp í almennum brotum eða algebru »

Sérhæfing í námsúrræðum

Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla.  Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfað við lesblinduráðgjöf frá árinu 2004, eftir að hafa lært lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association (DDAI).  Ég tók þátt í að innleiða Davis lesblinduráðgjöf á Íslandi ásamt fleirum undir merkjum Lesblindusetursins í Mosfellsbæ,  Eftir það tók Betra nám til starfa og ég frá upphafi einbeitt mér að því að hjálpa nemendum sem eiga erfitt uppdráttar í skóla vegna lestrar- og stærðfræðiörðugleika.

Í gegnum tíðina hef ég starfað með ótal einstaklingum en líka Mími símenntun, Fræðslumiðstöð Suðurlands og Hringsjá auk þess að hafa verið ráðgefandi í ýmsum fjölmiðlum.

Þarftu hjálp? Þótt vandinn virðist snúinn þarf lausnin ekki að vera það!

NÁMSKEIÐ

Námskeiðin eru einföld í notkun og áhrifarík.  Æfingatími er stuttur og kostnaðurinn langt undir því sem einkakennsla eða önnur sambærileg aðstoð myndi kosta.

Lesum hraðar

Fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þurfa hjálp í lestri.

Reiknum hraðar

Áttu barn í 3.-6. bekk sem reiknar á fingrum eða á erfitt með margföldun.

Brot & algebra

Frábært námskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem standa tæpt í stærðfræði eða hafa dregist aftur úr.

Stuðningur

Ég legg mig fram um að vera til staðar fyrir þig þegar á reynir.  Þú getur því haft samband við mig þegar spurningar vakna um hvaðeina sem tengist þjálfuninni.

Námsörðugleikar á Rás 2

Hlustaðu á viðtal á Rás 2 sem lætur þig sjá námsörðugleika í öðru ljósi.

Betra nám hefur verið ráðleggjandi í fjölmiðlum varðandi nám og námsörðugleika