January 25

ÚFF – Er stærðfræðin erfið og leiðinleg?

0  comments

Það er staðreynd að mörgum nemendum reynist erfitt að læra stærðfræði. Foreldrarnir eiga líka erfitt með að aðstoða við heimanám og þetta verður ákveðin blindgata sem blasir við þegar ástandið er orðið svona.  Fyrir nemandann verður þar af leiðandi stærðfræðin orðin of erfið og þar af leiðandi leiðinleg. Neikvæðnin og svartsýnin hellist yfir og hættan er að nemandinn gefist hreinlega upp.

More...

Er stærðfræðin erfið?

Talið er að um eða yfir 30% nemenda á grunnskólaaldri og jafnvel enn fleiri á fyrstu stigum framhaldsskólans lendi í erfiðleikum eða verulegum vandræðum með að læra stærðfræði.

En hvernig stendur á þessu og hvað er til ráða?

Einhvers staðar á leiðinni á námsferlinum hefur nemandinn misst af lestinni og ekki skilið það sem verið var að fara yfir í tímum.

Þetta gerist oft frá 7. bekk grunnskólans og jafnvel fyrr og rót vandans liggur í mörgum tilvikum í slökum hugtakaskilningi.

Grunnurinn verður því ekki nægilega sterkur til að takast á við krefjandi námsefni í framhaldinu.

Nemandinn nær hreinlega ekki að sjá fyrir sér myndrænt hvað er að gerast.  Og það sem verið er að kenna í tímum getur hann ekki með nokkru móti tengt við sitt daglega líf. Því koma spurningar eins og „til hvers að læra stærðfræði?“ og tilgangsleysið með náminu verður algjört.

Þar skapast hættan á uppgjöf og nemandinn upplífir sig sem „heimskan“ og „að geta aldrei lært þetta.“ Allt sem verður okkur of erfitt og við skiljum ekki nægilega vel verður leiðinlegt. Það leiðir til þess að við frestum og hugsum “ég geri þetta bara seinna”. Þetta gerir vandamálið enn stærra og erfiðara viðureignar.

Kennarar og foreldrar þurfa því að vera vel á varðbergi og fylgjast með barninu í námi sínu því að oft er hægt að sjá mögulega erfiðleika í náminu fyrir.

Það eru til lausnir og fjölbreyttar kennsluaðferðir með nútímatækni er sannarlega einn kostur sem vert er að skoða og nota. Einfalt er að skýra hugtök og setja fram kennsluefnið með myndrænum hætti.

Á tölvutæku formi er hægt að spila hlutana aftur til að skilja betur áhersluatriðin og athygli nemandans verður betri. Árangurinn verður því að stærðfræðin verður einfaldari, áhugaverðari og skemmtilegri og nemandinn sýnir frumkvæði og áhuga á að setjast yfir námsefnið og læra.

Staðreyndir er sú að kennsluefni og kennsluaðferðir hafa lítið sem ekkert breyst í áranna rás.  

Tækninýjungar breyta litlu því tæknivæðingin er dýr og skólarnir hafa ekki það fé úr að spila að bregðast við.

Þróunin innan skólanna er því hægari en margir vildu sjá, af augljósum en skiljanlegum ástæðum.

Þegar Kolbeinn Sigurjónsson hjá Betra nám hafði samband við mig og vildi fá mig til liðs við sig til að þróa heildstætt námskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem þurfa hjálp, ákvað ég að slá til.

Markmið okkar lágu saman og brátt ber samstarf okkar ávöxt; Allt um almenn brotum og algbebru frá A-Ö ef svo má segja.

Fullbúið námskeið sem leiðir nemandann í gegnum völundarhús almennra brota og algebru.

Vönduð kennslumyndbönd sem nemandinn skoðar í fartölvu, spjaldtölvu eða jafnvel símanum sínum.

Með þessu móti vonumst við til að geta hjálpað nemendum og foreldrum þeirra, sem glíma við námsvanda en fá takmarkaða hjálp, t.d. vegna búsetu.

Ef það tekst þá er tilganginum náð.

Höfundur: Halldór Þorsteinsson, Stærðfræðikennari


Tags


Fleiri áhugaverðir póstar fyrir þig

{"email":"Email address invalid","url":"Website address invalid","required":"Required field missing"}
>