Minnistækni er afar gagnleg á mörgum sviðum.

Af augljósum ástæðum er minnistækni afar gagnleg í námi.

Hún nýtist einkum í bóklegum fögum þar sem reynir mikið á utanbókarlærdóm.

Minnistækni nýtist á öllum skólastigum og er ekki síður gagnleg í grunnskóla en háskóla.

Nemandi sem kann skil á minnistækni er í allt annarri og betri stöðu en samnemendur sínir þegar kemur að því að læra staðreyndir og muna upplýsingar í fögum eins og náttúrufræði, sagnfræði, markaðsfræði, landafræði, trúarbragðafræði, listasögu og svo mætti lengi telja.