Námskeiðið er eins og þau fyrri sem við höfum prufað einstaklega vel fram sett og skiljanlegt
Myndböndin eru frábær ekki farið of hratt yfir... mjög gott fyrir mitt barn sem er með alvarlega málþroskaröskun... og ef það er eitthvað sem ekki skilst í fyrstu umferð þá er bara horft aftur og málið leysist
Þetta hefur hjálpað heilmikið og ekki spurning að eftir bæði almenn brot og algebruna núna þá hefur sjálfstraustið aukist til muna. Skráningar í skólanum eru núna: "Stóð sig vel í dag!" í stærðfræði og önnur fög hafa bæst við þar sem hann stendur sig vel sem gerðist nánast aldrei áður.
Honum líður orðið vel í skólanum í dag og kennararnir hans segja það líka að þeir merki það að honum líði vel í skólanum.