Er barnið þitt lesblint?

 

Óttastu að barnið þitt fari á mis við ævintýralegar lestrarupplifanir eða lendi í námsörðugleikum?

 
EINKENNI LESBLINDU
 

LESÞJÁLFUN - Einkakennsla í lestri

Hefur heimalesturinn skilað litlum árangri?  Hvort sem barnið þitt er lesblint eða ekki, þá eru miklir erfiðleikar í lestri vísbending um að tími sé kominn á aðra nálgun.  Er mögulegt að eitthvað vanti sem þú veist ekki hvað er - ennþá?

Lesþjálfunin tekur markvisst á lestrarvanda sem ristir djúpt og hamlar framförum í lestri.  Þjálfunin er sniðin að þörfum lesblindra nemenda en hentar hvort sem lesblindugreining liggur fyrir eða ekki.

Ef þið hafið lagt mikla vinnu í heimalesturinn en ekki uppskorið árangur í neinu samræmi við það, þá gæti Lesþjálfun verið púslið sem vantar í heildarmyndina.

2.-10. BEKKUR

Lesþjálfunin hentar nemendum í 2.-10. bekk sem glíma við lesblindu eða mikla lestrarörðugleika.

GREINING?

Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt hafi lesblindugreiningu eða ekki.

NÁMIÐ

Lestur er undistaða náms. Sterk tenging er á milli lestrarörðugleika og námsörðugleika.

HVERNIG?

Stöðumat og kennsla fer fram á skrifstofu Betra náms en æfingarnar fara samhliða fram heima.

ÁRANGUR

Markmiðið er einfalt, að rjúfa kyrrstöðu og enda basl nemandans í lestri.

15-30 MÍNÚTUR

Reikna má með 15-30 mínútna æfingatíma heima, að jafnaði 5 sinnum í viku.


Kolbeinn Sigurjónsson, lesblinduráðgjöf

Hæ! Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Ég lærði lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association og tók virkan þátt í að innleiða Davis aðferðafræðina á Íslandi, fyrst sem framkvæmdastjóri Lesblind.com sem leiddi af sér stofnun Lesblindusetursins í Mosfellsbæ.  Betra nám tók svo formlega við keflinu árið 2008 þar sem áherslan hefur frá upphafi verið á úrlausnir fyrir nemendur sem glíma við námsörðugleika.


ÞEKKIR ÞÚ ALGENG EINKENNI LESBLINDU?

Ertu úrræðalaus? Færðu fá svör?  Er framhaldið óskýrt?

Margir foreldrar eru úrræðalausir þegar þeir standa frammi fyrir óskýrum valkostum eða miklum kostnaði.  Davis námskeið eru góð, en kosta u.þ.b. 200.000.- krónur og henta alls ekki öllum svo áhættan er umtalsverð.

Leirun örvar skilningarvitin

Lesum hraðar þjálfar viðbragð

LESÞJÁLFUN -HAGKVÆM LEIÐ

Lesum hraðar lesþjálfunin er fyrir foreldri og barn, sem mæta saman þar sem farið er ofan í saumana á vandanum og aðferðir útskýrðar og kenndar.

Unnið er samkvæmt áætlun heima, samhliða Lesum hraðar þjálfuninni.

Aðferðafræðin notast m.a. við leirun til að taka á djúpstæðum, undirliggjandi vanda sem truflar sjálfvirkan lestur og veldur stafaruglingi, hægum og höktandi lestri.

ATH: Nemandinn notar Lesum hraðar samhliða einkaþjálfuninni, en sá hluti greiðist sérstaklega.


Fyrir hverja er LESÞJÁLFUN?

Ég mun taka að mér takmarkaðan fjölda nemenda í einu.  Ég vil sjá árangur eins og þið og þess vegna skiptir máli að nemandi og foreldri séu á réttum stað þegar þjálfun hefst.
Hér eru atriði sem þú þarft að uppfylla ÁÐUR en þú pantar símtal:

  • Nemandinn er í 2.-10. bekk og þarf hjálp
  • Heimalestri hefur verið sinnt samviskusamlega miðað við aðstæður
  • Nemandinn er meðvitaður um vandann og vill hjálp
  • Nemandinn er tilbúinn til að leggja á sig 15-30 mínútna lestrartengda vinnu

KLÁR? PANTAÐU ÓKEYPIS SÍMAVIÐTAL

Eftir símtalið liggur niðurstaðan fyrir og þá er fyrsti fundurinn tímasettur.  Engin skuldbinding.

  1. Einkaþjálfunin fléttar saman Lesum hraðar og einkatímum
  2. Símaviðtal, upplýsingaöflun - Engin skuldbinding.
  3. Fundur: Stöðumat og upplegg.  Lærum um kveikjur og leggjum grunninn að stafaleirun (60-90 mín).
  4. Fundur: Eftirfylgni, hugtakaleirun og lestrartækni (60-90 mín)
  5. Eftirfylgni og stuðningur eftir þörfum (símleiðis).

Lesþjálfunin kostar kr.  44.500.- sem greiðist með einum eða tveimur (22.250.- kr) greiðsluseðlum.

Ég tek styð persónulega við bakið á ykkur, útskýri flókna hluti á mannamáli og kenni þér og barninu þínu réttu tökin á æfingunum sem þið vinnið svo eftir heima.
Þú getur svo haft samband með spurningar meðan á ferlinu stendur.

Símaviðtal kostar ekkert og þú getur spurt um það sem þér liggur á hjarta.  Engin skuldbinding.  Ákvörðun um þátttöku er tekin í framhaldinu.  Námskeiðsgjaldið er greitt áður en vinna hefst.  Lesum hraðar þjálfunin er ekki innifalin í verði einkakennslu.

Lesum hraðar + Lesþjálfun

Lesum hraðar byggir á stuttum snerpuæfingum sem ómögulegt er að æfa markvisst með hefðbundnum heimalestri.


STAFAÞJÁLFUN
Lesum hraðar þjálfunin tekur markvisst á stafaruglingi.  Hér sést hvaða stafir trufla lesturinn og viðbragðið er mælt og þannig er gefið til kynna hvaða stafi þarf að þjálfa betur.

NEFNUHRAÐI
Námskeiðið byggir á snerpuæfingum og þannig er nefnuhraði aukinn markvisst.  Sérstakur orðabanki fylgir æfingunum og orð með háa birtingartíðni í texta eru æfð sérstaklega til að auka sjónrænan orðaforða barnsins.  Viðbragð barnsins er mælt og þannig sést hvaða orð þarf að þjálfa betur, auk þess sem barnið fær endurgjöf strax sem hvetur það til dáða.

LESFIMI
Nemandinn getur valilð brot úr vinsælum barnabókum til að þjálfa lestur samfellds texta.  Hér þjálfast barnið í því að nota jaðarsjónina til að öðlast tilfinningu fyrir "næsta" orði í setningunni.  Hraðinn er birtur í rauntíma og árangurinn sést svart á hvítu þegar textinn er lesinn aftur.

LESSKILNINGUR OG FLÆÐI
Hér þjálfast augnhreyfingar og flæði þar sem lesandinn les kafla úr vinsælum bókum á stighækkandi hraða. Þessar æfingar flétta saman öllu sem á undan er komið og vekja auk þess áhuga barnsins á viðkomandi bók.

ENDURGJÖF EYKUR ÁRANGUR
Rannsóknir sýna að endurgjöf skiptir gríðarlegu máli.  Hver æfingaumferð er stutt og í lok hennar birtist mælir sem sýnir hraða og viðbragð svart á hvítu.  Þetta auðveldar bæði foreldri og barni að sjá hversu oft þarf að æfa hvert borð áður en haldið er áfram.

__CONFIG_optin__{"optin":0,"color":"light","size":"medium","text":"Subscribe Now","layout":"horizontal"}__CONFIG_optin__